Karlalið ÍBV í handbolta tapaði gegn Val í lokaleik 11. umferðar Olís deildar karla á Hlíðarenda í dag. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins en um miðbik fyrri hálfleiks náði Valur þriggja marka forystu. Valur hélt áfram að bæta í og leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 17-10.
Valur hélt sama dampi í síðari hálfleik og náðu Eyjamenn aldrei að setja neina pressu á Valsmenn. Þegar stundarfjórðungur var eftir var munurinn níu mörk. Valsmenn náðu mest 11 marka forystu og unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur leiksins 34-26.
Andri Erlingsson var markahæstur í liði Eyjamanna með fimm mörk en Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, skoraði flest mörk í leiknum, átta talsins. Eftir leikinn sitja Eyjamenn í 6. sæti með 11 stig á meðan Valsmenn eru í 2. sæti með 16 stig.
Mörk ÍBV: Andri erlingsson 5 mörk, Ívar Bessi Viðarsson 4, Daníel Þór Ingason 3, Egill Oddgeir Stefánsson 3, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Hinrik Hugi Heiðarsson 3, Dagur Arnarsson 2, Anton Frans Sigurðsson 2, Nökkvi Snær Óðinsson 1.
Næsti leikur ÍBV er útileikur gegn HK, föstudaginn 28. nóvember, kl. 18:30.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst