Eyjamenn úr leik í Mjólkurbikarnum
19. júní, 2025
Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

ÍBV eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir að þeir máttu þola svekkjandi 0-1 tap á heimavelli gegn Val í 8-liða úrslitum. Leikurinn byrjaði mjög rólega en eftir um 16. mínútna leik fengu Valsmenn hornspyrnu. Tryggvi Hrafn Haraldsson tók spyrnuna á nærsvæðið og Hólmar Örn Eyjólfsson kláraði af miklu öryggi með góðum skalla. Hvorugt liðið náði að skapa sér hættuleg færi það sem af lifði fyrri hálfleiksins þannig að Valsmenn leiddu 0-1 í hálfleik. 

Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og fengu fín færi til að jafna leikinn, Vicente Valor fyrst í dauðafæri á 63. mínútu en varnarmaður Vals kom í veg fyrir að boltinn færi á markið. Á 65. mínútu fékk Sverrir Páll svo færi til að skora en boltinn virtist fara í höndina á varnarmanni Vals en dómari leiksins dæmdi ekkert. Eyjamenn vildu svo aftur fá víti á 70. mínútu þegar Víðir Þorvarðarson kom með góða fyrirgjöf inn á vítateig Vals og aftur virtist boltinn fara í höndina á varnarmanni Vals en dómarinn dæmdi ekki neitt. Eyjamenn sitja því eftir með sárt ennið á meðan Valsmenn eru komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins en það mætti segja að Eyjamenn hafi verið rændir sigrinum. 

Næsti leikur ÍBV er mánudaginn 23. júní gegn Aftureldingu. Leikurinn fer fram á Þórsvelli kl. 18:00.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.