ÍBV eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir að þeir máttu þola svekkjandi 0-1 tap á heimavelli gegn Val í 8-liða úrslitum. Leikurinn byrjaði mjög rólega en eftir um 16. mínútna leik fengu Valsmenn hornspyrnu. Tryggvi Hrafn Haraldsson tók spyrnuna á nærsvæðið og Hólmar Örn Eyjólfsson kláraði af miklu öryggi með góðum skalla. Hvorugt liðið náði að skapa sér hættuleg færi það sem af lifði fyrri hálfleiksins þannig að Valsmenn leiddu 0-1 í hálfleik.
Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og fengu fín færi til að jafna leikinn, Vicente Valor fyrst í dauðafæri á 63. mínútu en varnarmaður Vals kom í veg fyrir að boltinn færi á markið. Á 65. mínútu fékk Sverrir Páll svo færi til að skora en boltinn virtist fara í höndina á varnarmanni Vals en dómari leiksins dæmdi ekkert. Eyjamenn vildu svo aftur fá víti á 70. mínútu þegar Víðir Þorvarðarson kom með góða fyrirgjöf inn á vítateig Vals og aftur virtist boltinn fara í höndina á varnarmanni Vals en dómarinn dæmdi ekki neitt. Eyjamenn sitja því eftir með sárt ennið á meðan Valsmenn eru komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins en það mætti segja að Eyjamenn hafi verið rændir sigrinum.
Næsti leikur ÍBV er mánudaginn 23. júní gegn Aftureldingu. Leikurinn fer fram á Þórsvelli kl. 18:00.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.