Eyjamenn ætla að mótmæla niðurskurði til sjúkrahússins
6. október, 2010
Hópur fólks hefur ákveðið að efna til mótmæla á Stakkagerðistúni klukkan hálffimm á föstudag. Mótmælin beinast að niðurskurði til Sjúkrahússins sem samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verður tæplega fjórðungur. Ávörp verða flutt og lýkur mótmælunum með því að myndaður verður hringur um Sjúkrahúsið.