Eyjasýn ehf. rak staðbundna sjónvarpsstöð í Eyjum frá 2001 – 2011 samhliða prentsmiðju, vikublaðinu Fréttir, -síðar Eyjafréttir og eyjafrettir.is eftir sameiningu Eyjaprents og Fjölsýnar árið 2001. Sjónvarpsstöð Eyjasýnar gerði ýmsa þætti tengda bæjarlífinu í Eyjum, má þar nefna fréttir, útsendingar af fundum bæjarstjórnar, útsendingar af fótbolta- og handboltaleikjum ÍBV , spurningakeppnir, mannlífsþætti, viðtöl við bæjarbúa ofl. Þegar saman kemur er þetta heilmikið af efni sem er orðinn hluti af menningarsögu Eyjanna. Jón Árni Ólafsson hélt utan um tæknilega hluta sjónvarpsins þann tíma er stöðin starfaði og starfsfólk Eyjasýnar annaðist að dagskrárgerð. Auk þess að sýna eigið efni voru nokkrar erlendar stöðvar í pakkanum og stöðin sem var áskrfitarstöð kom upp eigin loftnetum hjá áskrifendum, móttökudiski vegna erlendu stöðvanna og endurvarpi fyrir ofan byggðina við Hátún.
Þegar Eyjasýn flutti af Strandvegi 47 að Ægisgötu 2 fyrir rúmlega ári, var ljósmyndasafni Vm. í Safnahúsinu afhent ljósmyndasafn Frétta – Eyjafrétta og eru þetta þúsundir ljósmynda flestar teknar af starfsfólki fyrirtækisins á löngum tíma. Ljósmyndasafnið mun flokka þær og síðan skanna eftir föngum á næstu árum.
Mánudaginn 19. ágúst sl. afhentu fulltrúar Eyjasýnar Ljósmyndasafni Vm.bæjar fimm stóra plastkassa af með hundruðum geisladiska og VHS spóla sem innihalda að mestu innanbæjar framleiðslu sjónvarpss Eyjasýnar frá 10 ára starfstíma. Ljósmyndasafn Vm.bæjar mun á næstunni flokka efnið. Töluverður hluti þess er á geisladiskum og tilbúið til sýninga, en ljúka þarf yfirfærslu á öðrum, sem eru VHS spólum.
Ljósmyndin var tekin í Einarsstofu þegar Jón Árni Ólafsson og Arnar Sigurmundsson fulltrúar Eyjasýnar afhentu Kára Bjarnasyni forstm. sjónvarpsefnið í kössunum fimm í Safnahúsi Vestmannaeyja. Kári Bjarnason sagði við þetta tækifæri að Ljósmyndasafninu og Safnahúsinu væri mikill fengur í þessu innanbæjar sjónvarpsefni Eyjasýnar og væri áformað koma hluta þess sýningarhægt ástand á næstunni og yfirfæra annað á lengri tíma. Til athugunar er að sýna valda kafla af framleiðslunni síðar á þessu ári á vegum safnsins og einnig á eyjafrettir.is Jafnframt þakkaði Kári Bjarnason Eyjasýn ehf. fyrir vinsemd á garð safna bæjarins á liðnum árum.
AS.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.