Eyjatölvur hafa fengið til liðs við sig samstarfsaðila sína, Vodafone, Hátækni og Opin kerfi og saman ætla þau að efna til Eyjatölvudags á morgun, laugardag. Verða þau með ýmsar uppákomur og kynningar á vörum og þjónustu sem eru í boði hjá Eyjatölvum. Á staðnum verður lukkuhjól og eitthvað fá gestir í svanginn. Haraldur Bergvinsson og Guðbjörn Guðmundsson reka Eyjatölvur sem þeir eiga með fjölskyldum sínum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst