Þann 23.janúar næstkomandi verða 50 ár liðin frá einum stærsta viðburði í lýðveldissögunni, eldgosinu á Heimaey. Tveimur dögum fyrr koma margir Eyjamenn og vinir þeirra saman í Hörpu á árlegum tónleikum í Eldborgarsalnum, Eyjatónleikunum. Sala á tónleikana hefur gengið mjög vel eins og oftast áður og nú er nær uppselt á þá. Því hafa tónleikahaldarar brugðið á það ráð að bjóða upp á tónleikana í beinu streymi, bæði í vefstreymi, sem og á myndlyklum Sjónvarps Símans og Vodafone.
Mjög er vandað til tónleikanna í tilefni 50 ára minningarinnar og má búast við stórkostlegri skemmtun. Listamennirnir Klara Elías, Stefán Hilmars, Jóhanna Guðrún, Sverrir Bergmann, Hreimur Örn, Magnús Kjartan, Halldór Gunnar, Eygló Scheving, Jarl Sigurgeirs og Alexander Jarl syngja mörg af bestu lögunum sem við kennum við Eyjar. Stórhljómsveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar, ásamt blásara- og strengjasveit spilar undir og kvenna- og karlakórar Vestmannaeyja sjá um að gæða lögin enn meiri krafti og meira lífi. Við munum minnast og gleðjast þetta kvöld í Hörpu og þér er boðið að vera með í beinni útsendingu, beinu streymi. “Allar upplýsingar um beint streymi er að finna á www.livey.events/eyjanott og með því að finna viðburðinn í Sjónvarpi Símans og sjónvarpi Vodafone með gömlu góðu fjarstýringunni”
Nánari upplýsingar um tónleikana sjálfa er að finna á harpa.is/eyjanott





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.