Ljósmæðurnar Arney �?órarinsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir stefna á að opna fæðingarstofu með vorinu og standa nú fyrir söfnun vegna hennar. En visir.is greindi frá þessu.
�??Fæðingarstofan mun bjóða upp á samfellda þjónustu eins og um heimafæðingu væri að ræða.
Stofan er aðallega hugsuð fyrir konur sem koma utan af landi og langar að fá samfellda þjónustu en vantar stað til að fæða,�?? segir Hrafnhildur.
�??�?etta er líka fyrir konur sem kjósa að fæða í heimilislegu umhverfi en ekki inni á spítala og þiggja þjónustu frá ljósmæðrum sem þær þekkja og treysta. �?ær fá þá þjónustu á meðgöngunni, í fæðingunni og sængurlegunni.�??
Búið er að fjármagna þær framkvæmdir sem ráðist verður í vegna opnunar stofunnar en enn á eftir að safna fyrir munum til að innrétta stofuna, svo sem rúmi, sængum og fæðingarlaug. Söfnunin hefst í dag á karolinafund.com undir nafninu Fæðingarstofa Bjarkarinnar.