Fækkun farþega upp á 2,4%
22. ágúst, 2024
Herjólfur flutti 75.489 farþega í júlí sem er 14.282 farþegum minna en fluttir voru í júlí árið áður.

Á fundi bæjarráðs í gær var upplýst að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri átti fund í gær með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna þeirra verkefna sem snúa að Vestmannaeyjaeyjum. Farið var yfir stöðuna m.a. varðandi flug, dýpkun Landeyjahafnar og hafnarframkvæmdir. Betur verður gert grein fyrir stöðunni á næsta fundi bæjarráðs.

Íris gerði grein fyrir upplýsingum frá Herjólfi ohf. Um 2, 4% færri farþegar hafa ferðast með Herjólfi frá 1.jan-15. ágúst 2024 en á sama tíma í fyrra: Á þessu ári voru þeir 311.917 en frá 1.jan-15 ágúst 2023 voru farþegarnir 320.061. Herjólfur flutti 75.489 farþega í júlí sem er 14.282 farþegum minna en fluttir voru í júlí árið áður. Verslunarmannhelgin er stærsta ferðahelgi árins hjá Herjólfi og gekk vel að koma fólki til og frá Eyjum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst