Síðasta vika var með þeim rólegri hjá lögreglunni í Vestmanneyjum. Mikill fjöldi ferðamanna var þó í Eyjum í þessari viku og ýmsar uppákomur í bænum um sl. helgi. Skemmtanahald fór þó vel fram og þurfti lögreglan í einstaka tilfellum að aðstoða fólk vegna ölvunarástands. Þá þurfti lögreglan að hafa tal að fólki vegna hávaða í heimahúsum þannig að nágrannar áttu erfitt um svefn. Ein líkamsárás var þó tilkynnt til lögreglunnar um sl. helgi þar sem færa þurfti mann á sjúkrahús til að gera að sárum hans en hann hafði verið laminn fyrir utan skemmtistað í bænum.