Fært á háflóði
Álfsnesið fyrir utan Landeyjahöfn. Eyjar.net/TMS

Dýpi var mælt í Landeyjahöfn í morgun og ljóst er að dýpi er ekki nægilegt til þess að sigla þangað nema á háflóði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf.

Þar segir ennfremur að Álfsnesið sé mætt til dýpkunar en afköstin eru takmörkuð þegar grunnt er í höfninni og sæta þarf færist milli flóðs og fjöru. Ölduspá er hagstæð næstu daga til dýpkunar.

Laugardagur 13.janúar
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag á háflóði.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 18:00 (Áður ferð kl. 17:00)
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 19:00 (Áður ferð kl. 20:45)

Sunnudagur 14.janúar
Herjólfur siglir tvær ferðir til Landeyjahafnar á háflóði.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 19:00 (Áður ferð kl. 17:00)
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15 (Áður ferð kl. 10:45) og 20:00 (Áður ferð kl. 20:45)

*Því miður passar áætlun Strætó ekki við brottfarir Herjólfs.

Tilkynning vegna siglinga á mánudag verður gefin út fyrir kl. 15:00 á sunnudag, segir að endingu í tilkynningu skipafélagsins.

Nýjustu dýptarmælinguna má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.