Fagna góðum árangri

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sendu frá sér bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar varðandi upplýsingar um stöðu fjárhagsaðstoðar Vestmannaeyjabæjar. En málið var tekið fyrir á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs. Bókunina má lesa hér að neðan.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagnar þeim góða árangri sem teymið á fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar náði á síðasta ári við uppstokkun á kerfinu er snýr að fjárhagsaðstoð bæjarins. Niðurstöðurnar eru ekki aðeins góðar hvað fjárhaginn varðar, en kostnaður lækkaði um tæp 40% á milli ára eða úr rúmum 37 milljónum árið 2021 í rétt rúmar 20 milljónir 2022, heldur komust fjölmargir skjólstæðingar félagsþjónustunnar í mun hentugri úrræði.

Um er að ræða samstillt atvinnuátak sviðsins við HSU, Vinnumálastofnun og Virk.
Þennan góða árangur má taka til fyrirmyndar við áætlanagerðir í framtíðinni hjá Vestmannaeyjabæ, en án nokkurs vafa er hægt að taka til innan sviða, lágmarka kostnað og straumlínulaga þjónustu við bæjarbúa.

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.