Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í fyrradag, var samþykkt að falla frá deiliskipulagstillögum varðandi uppbyggingu í Löngulág. Tillögurnar hafa fengið misjafna dóma hjá bæjarbúum og m.a. hafa kaupmannasamtökin mótmælt þeim ásamt 845 bæjarbúum sem skrifuðu undir mótmælaskjal.