Hjónin Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir sem þjónuðu Vestmannaeyjum í sjö ár við Landakirkju ætla á þessu hausti að fara eina ferðina enn út fyrir þægindahringinn. �?au hafa tekið að sér að fara sem farastjórar til Alaska með viðkomu í Seattle í Bandaríkjunum. �?etta er að vísu ekki nein eyðimerkurganga heldur verður silgt á mikilli lystisnekkju. Jóna Hrönn segir að það vaxi henni ekki í augum enda komst hún að því meðan hún bjó í Vestmannaeyjum hvað hún væri sjóhraust enda farið á milli í alls konar veðrum. �?au hjónin segja að það sé algjörlega nauðsynlegt þegar komið sé á miðaldurinn að vera á endalausu breytingarskeiði, þau hafa gert það með miklu stæl, enda fluttu þau eftir 50 ára afmæli Bjarna til LA í Kaloforníu til að vera við nám í eitt ár. �?egar því lauk ákvað Bjarni að segja embætti sínu lausu við Laugarneskirkju og er í dag í doktorsnámi í siðfræði og er sjálfstæður atvinnurekandi þar sem hann rekur stofu með Andra syni þeirra hjóna sem er starfandi sálfræðingur.
�?au hjónin eru ekki alltaf sammála hvernig þau vilja ferðast, Jónu Hrönn líkar að lifa svolítlu lúxuslífi þegar hún kemst loks í frí en Bjarni þarf að komast í stórbrotna náttúru, Jóna Hrönn segist hafa gaman að því að kíkja í búðir en Bjarni vill sitja á góðu kaffihúsi og horfa á mannlífið eða skoða áhugaverð söfn. �?egar þau fengu þetta tilboð um farastjórn stukku þau strax á það þvi þau sáu að allt þetta sameinaðist í einni ferð. �?au munu hafa veg og vanda að finna skemmtileg viðfangsefni í Seattle en siglingin er í föstum skorðum og engin hætta á því að þau sigli skipinu þó að þau hafi gaman af því að fara nýjar leiðir.