Fargjald í lands­byggðar­-strætó hækkar

Fargjöld stakra farmiða í landsbyggðarstrætó munu hækka úr 570 kr. í 600 kr. þann 1. júlí næstkomandi. Breytingin er í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs en síðast var fargjald í strætó á landsbyggðinni hækkað í júlí 2023. Verð á tímabilskortum og nemakortum haldast óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Fargjöld með landsbyggðarstrætó eru greidd um borð í vögnunum með reiðufé, greiðslukortum eða tímabilskortum. Allar upplýsingar um tímaáætlun og ferðir vagna má finna á straeto.is eða í Klapp-appinu, segir í tilkynningunni.

Á vef strætó segir að hækkunin nemi 5,3%. Verð á tímabilskortum mun haldast óbreytt. Sem dæmi fer ferð frá Reykjavík til Akureyrar úr 12.540 kr. í 13.200 kr. og ferð frá Reykjavík til Keflavíkur úr 2.280 kr. í 2.400 kr.

Nýjustu fréttir

Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.