Farsæl efri ár í Vestmannaeyjum

Hvað einkennir farsæl efri ár einstaklings sem býr í Vestmannaeyjum? 

Því reyndu fundargestir og starfshópur að svara á framtíðarþingi um farsæl efri ár, sem var haldið í Eldheimum nú í kvöld. 

Starfshópinn skipa Thelma Rós Tómasdóttir verkefnastjóri öldrunarþjónustu, Ragnheiður Lind Geirsdóttir starfandi deildarstjóri í dagdvöl, Sólrún Gunnarsdóttir félagsráðgjafi frá “Aldur er bara tala” og Kolbrún Rúnarsdóttir deildarstjóri stuðningsþjónustu.

Þróun á mannfjölda er á þann veg að árið 2002 voru eldri borgarar 8,4% af heildaríbúafjölda Vestmannaeyja, en árið 2022 er hlutfallið orðið 16%. Það skýrist aðallaega af tvennu; þá fyrst og fremst að fólk lifir lengur og færri barnsfæðingum. 

Starfsfólk vantar í þennan geira og leitar hópurinn að lausnum til að sinna eldri borgurum sem best með þau aðföng sem eru til staðar. 

Starfshópurinn leggur upp með að vinna næstu skref út frá vinnuhópum fundargesta sem voru myndaðir á þinginu og verður því þjónustan að stórum hluta mótuð af þeim sem koma til með að nýta hana. 

Veltir hópurinn jafnvel upp þeirri spurningu hvort við getum farið í tilraunaverkefni og mögulega framkvæmt hluti sem aðrir geta ekki, sökum nálægðar, smæðar samfélagsins og vegna þess að hér erum við staðbundin á eyju. 

Áhugavert verður að sjá niðurstöður þingsins og fylgjumst við spennt með. 

Starfhópur um framtíðarsýn í öldrunarþjónustu, f.v. Thelma Rós Tómasdóttir, Ragnheiður Lind Geirsdóttir, Sólrún Gunnarsdóttir,og Kolbrún Rúnarsdóttir.
Starfshópurinn ásamt Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, sem er fyrir miðju.
Íris bæjarstjóri opnaði þingið formlega.
Sólrún Gunnarsdóttir fór með kynningu á stöðunni og næstu skrefum.
Fundargestir voru mjög áhugasamir og tibúin að taka næstu skref með starfshópnum.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.