Farþegum fjölgaði um 3%
Herjólfur. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Almenn umræða um samgöngumál var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Farið var yfir upplýsingar frá Herjólfi ohf. það sem af er ári, það er rekstur, fjölda farþega og verkefni framundan.

Herjólfur flutti 68.094 farþega í mánuðinum sem leið og hefur fyrstu sex mánuði ársins flutt 181.702 farþega, sem er aukning um 3% frá fyrstu sex mánuðum ársins 2023.

1. júlí tók gildi ný siglingaáætlun sem verður í gildi til og með 11. ágúst, á þessu tímabili verða sigldar 8 ferðir á dag, áður auglýst siglingaáætlun um verslunarmannahelgina helst óbreytt.

Þá kom fram í fundargerð að rekstur félagsins sé á áætlun.

https://eyjar.net/aaetlun-herjolfs-breytist

Nýjustu fréttir

Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.