Farþegum fjölgaði um 3%
4. júlí, 2024
Herjólfur. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Almenn umræða um samgöngumál var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Farið var yfir upplýsingar frá Herjólfi ohf. það sem af er ári, það er rekstur, fjölda farþega og verkefni framundan.

Herjólfur flutti 68.094 farþega í mánuðinum sem leið og hefur fyrstu sex mánuði ársins flutt 181.702 farþega, sem er aukning um 3% frá fyrstu sex mánuðum ársins 2023.

1. júlí tók gildi ný siglingaáætlun sem verður í gildi til og með 11. ágúst, á þessu tímabili verða sigldar 8 ferðir á dag, áður auglýst siglingaáætlun um verslunarmannahelgina helst óbreytt.

Þá kom fram í fundargerð að rekstur félagsins sé á áætlun.

https://eyjar.net/aaetlun-herjolfs-breytist
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.