Eyjamaðurinn Sighvatur Bjarnason ætlar að ferðast umhverfis heiminn á 80 dögum, safna um leið áheitum fyrir Umhyggju – félagi langveikra barna og vekja athygli á félaginu. Ferðalagið er, eins og hann kemst að orði sjálfur „low budget, road trip“ en í ferðalaginu mun hann ferðast eins ódýrt og mögulegt er, á landi eða sjó og nýta sem mest ferðamáta innfæddra. Sighvatur hélt af stað í gær þegar hann flaug frá Keflavík til London.