Ferðatíðni stenst ekki loforð sem gefið var
Áhugahópur í Vestmannaeyjum um bættar samgöngur hefur ákveðið að opna fyrir skoðanakönnun um samgöngur milli lands og Eyja. Hópurinn sendir jafnframt áskorun á ríkisstjórn Íslands, þingmenn Suðurkjördæmis, bæjarstjórn Vestmannaeyja og sveitarstjórn Rangárþing eystra þar sem þess er krafist að lokið verði við framkvæmdir í Landeyjahöfn þannig að höfnin virki eins og lofað var þegar framkvæmdir hófust og að verkinu verði lokið eigi síðar en vorið 2015. �??�?ruggar samgöngur eru forsenda góðrar búsetu í nútíma þjóðfélagi,�?? segir í áskoruninni.
�??Áskorunin er sett fram vegna hrikalegrar stöðu samgöngumála við Vestmannaeyjar. Ferðatíðni á sjó er alls ekki að standast þau loforð sem landsmönnum var gefið í upphafi framkvæmdarinnar við Landeyjahöfn. Ráðaleysi umsjónar- og framkvæmdaraðila virðist algjört við að uppfylla þau loforð,�?? segir í fréttatilkynningu frá áhugahópnum.
Hópurinn stendur janframt fyrir könnun um Landeyjahöfn. �??Markmið áskorunar er að staðið verði við þau loforð sem landsmönnum voru gefin í upphafi framkvæmda og að knýja á um að lokið verði við framkvæmdir fyrir vorið 2015. �?átttaka í könnuninni er afar einföld og vilja aðstandendur þessa framtaks skora á alla landsmenn, á öllum aldri, til að taka þátt í þessari skoðanakönnun, því öllum landsmönnum var lofað þessari samgöngubót. Til að taka þátt þarf einfaldlega að fara á slóðina www.landeyjahofn.org óskað er eftir kennitölu og póstnúmeri viðkomandi þátttakanda. Könnunin verður opin til 19. maí 2014 og verður farið með allar persónulegar upplýsingar sem trúnaðarmál. Niðurstöður úr könnuninni verða síðan afhendar stjórnvöldum.�??
Linkurinn inn á vefsíðuna er ekki virkur eins og er, en verður virkur innan skamms þar sem verið er að leggja lokahönd á www.landeyjahofn.org.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.