Fetar í fótspor föður síns
Arnor Ingi Mynd Lf
Þorlákur Árnason og Arnór Ingi. Ljósmynd/ibvsport.is

Bakvörðurinn Arnór Ingi Kristinsson er genginn í raðir ÍBV eftir að hafa yfirgefið Leikni Reykjavík í vikunni. Arnór hafði verið í Leikni frá árinu 2020 en áður var hann í Fylki í stuttan tíma og Stjörnunni, þar sem hann er uppalinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags.

Þessi 23 ára leikmaður lék með Leikni í efstu deild tímabilin 2021 og 2022 en einnig nokkra leiki með Valsmönnum seinna árið. Samtals á hann 31 leik í efstu deild fyrir þau tvö lið en þá hefur hann leikið 55 leiki í Lengjudeildinni, alla með Leikni.

Arnór fetar því í fótspor föður síns, en faðir Arnórs, Kristinn Ingi Lárusson lék á sínum tíma með ÍBV, árið 1998 þegar hann varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu, þar sem hann lék lykilhlutverk.

Arnór er annar leikmaðurinn sem kemur til liðs við ÍBV eftir að Þorlákur Árnason tók við liðinu en fyrr í vikunni gekk Omar Sowe til liðs við félagið. Knattspyrnuráð hlakkar til samstarfsins við Arnór og býður hann velkominn til Vestmannaeyja.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.