Fimm milljónir í viðspyrnusjóð
1. desember, 2020

Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti drög að fyrirkomulagi og reglum um sérstakan viðspyrnusjóð fyrir fyrirtæki vegna Covid-19 á fundi bæjarráðs í morgun. Samkvæmt drögunum er gert ráð fyrir að settur verði á laggirnar viðspyrnusjóður fyrir fyrirtæki, með áherslu á fyrirtæki í ferðaþjónustu, með heilsársstarfsemi, sem nýtur framlaga frá Vestmannaeyjabæ um allt að 5 m.kr. á árinu 2020. Sjóðurinn er stofnaður til að bregðast við þeim óvæntu og sérstöku aðstæðum sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs Covid-19 veirunnar. Gríðarlegt tekjufall hefur orðið hjá mörgum fyrirtækjum, sérstaklega í ferðaþjónustu og við þeim aðstæðum er verið að bregðast með afgerandi hætti.

Gert er ráð fyrir að sjóðurinn verði fjármagnaður með þegar ákveðnum fjárheimildum á fjárhagsáætlun 2020 og því þarf ekki að koma til nýtt fjármagn. Bæjarráð samþykkti að settur verði á laggirnar viðspyrnusjóður á þeim grunni sem kynntur hefur verið og samþykkir drög að fyrirkomulagi og reglum sjóðsins. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að fylgja málinu eftir og auglýsa sjóðinn á vef Vestmannaeyjabæjar. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrir áramót.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.