Fimm stuðningsmönnum ÍBV bannað að fara með í hópferð
23. september, 2010
Forráðamenn knattspyrnudeildar ÍBV hafa bannað fimm stuðningsmönnum liðsins að fara með í hópferð á leik liðsins gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi-deildar karla um helgina. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. ÍBV var í vikunni sektað af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ um 25 þúsund krónur vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á leik þess gegn Stjörnunni um síðustu helgi.