Það er ekki amalegt veðurútlitið fyrir Þjóðhátíðina. Bæði Veðurstofa Íslands og norsk veðurstöð yr.no eru sammála um frábært veður þessa daga. Samkvæmt norsku veðurstöðinni verða mjög hægir vestlægir vindar við Vestmannaeyjar 1-4 metrar, sólarlaust á föstudag, óveruleg úrkoma á laugardag,0,5-1 mm og á sunnudag verður sól með köflum. Og allir ættu að komast heim til sín á mánudaginn, veðursins vegna. Hér að neðan má sjá veðurspánna á yr.no