Fiskast vel upp á síðkastið

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Systurskipið Vestmannaey VE kom þá einnig til hafnar með fullfermi en ekki var landað úr skipinu fyrr en í gær. Afli Bergs var mest þorskur, ufsi og ýsa en afli Vestmannaeyjar var mest þorskur og ufsi. Heimasíða síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Arnars Richardssonar, rekstrarstjóra útgerðanna, og spurði fyrst hvernig aflast hefði að undanförnu. „Það hefur fiskast afar vel upp á síðkastið og skipin hafa verið að veiða hér við bæjardyrnar. Þau voru núna síðast í Háfadýpinu. Það er virkileg vertíðarstemmning og hjá skipunum hafa verið átta landanir á síðustu níu dögum. Túrarnir taka afar stuttan tíma og því hefur verið dálítið hægt á skipunum eins og til dæmis á Vestmannaey núna. Fiskurinn sem fæst er bæði fallegur og góður. Hjá mér snýst lífið þessa dagana um að skipuleggja landanir og ráðstafa fiskinum til vinnslu. Það er nóg að gera og virkilega gaman þegar svona mikið er um að vera. Vonandi fiska skipin vel í dag því síðan spáir hann bölvaðri brælu,“ segir Arnar.

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót fram undan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.