FÍV sendi níu lið í Olíuverkefni Schlumberger Company og Orkustofnunar
Lið FÍV sem varðí öðru sæti. Eyþór Ágústsson, Jón Kristinn Elíasson, Hafþór Logi Sigurðsson og Jóhann Bjarni Þrastarsson

Fyrirtækið Schlumberger Company sem er með um 100,000 starfsmenn er aðal framkvæmdaraðili verkefnisins og Orkustofnun á Íslandi. Aðeins tveir skólar taka þátt á Íslandi. FÍV, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og FAS, Framhaldsskólinn í Austur – Skaftafellssýslu.  Verkefnið snýst um það að finna olíu og gera eins mikil verðmæti úr henni eins og hægt er.

FÍV sendi 9 lið skipuð 4 nemendum hvert og FAS 2 lið einnig skipuð 4 nemendum hvert. Sigurvegarinn fær að launum ferð til Cambridge í England þar sem keppt er við lið Norðmanna. Undanfarin 3 ár hefur FÍV unnið þessa forkeppni og í fyrra unnu FÍV Norðmennina sem var þeirra fyrsta tap.

En í ár sigraði FAS og fer þar með til Cambridge. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og tók tvo daga  að skera úr um það hvaða lið hefði unnið.

Lið frá FÍV varð svo í öðru sæti. En öll liðin stóðu sig með mikilli prýði.
Liðiðvar skipað eftirtöldum nemendum:
Eyþór Ágústsson
Jón Kristinn Elíasson
Hafþór Logi Sigurðsson
Jóhann Bjarni Þrastarsson

 

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.