Fjaraugnlæknaþjónusta í Vestmannaeyjum

Í Vestmannaeyjum er boðið upp á fjaraugnlæknaþjónustu fyrir þá sem vilja koma í augnbotnaskoðun.  Nýr og fullkominn tækjabúnaður er í Vestmannaeyjum, en eins og nafnið segir er þetta fjarlækningaþjónusta og augnlæknir er því ekki staddur í Vestmannaeyjum. Sérþjálfaður starfsmaður í Eyjum tekur myndir sem eru skoðaðar af augnlækni sem staðsettur er í Reykjavík.

Einstaklingar með langvarandi augnvandamál geta nýtt sér þjónustuna, þar á meðal þeir sem eru með sykursýki, of háan blóðþrýsting, gláku og ellihrörnun í augnbotnum.

Sé um alvarlega augnsjúkdóma að ræða þarf að leita til Reykjavíkur til augnlæknis t.d. fólk með slæma gláku eða þegar fólk þarfnast sprautu í augun vegna alvarlegra augnvandamála.

Bendum á að þetta er alls ekki bráðaþjónusta.

Svo hægt sé að nýta sér þessa þjónustu þarf tilvísun frá heimilislækni.  Þegar hún er komin er hægt að panta tíma í síma 432-2500.

Á heimasíðu HSU eru gagnlegar og ítalegar upplýsingar um þessa og aðra þjónustu í Vestmannaeyjum. þær er einnig að finna hér neðar.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.