Fjárfesting til framtíðar
Í Vestmannaeyjum erum við lánsöm. Lánsöm að boðið sé upp á hinar ýmsu íþróttir, tónlistanám og annað æskulýðsstarf fyrir börnin okkar. �?ví skipulagt félags- og tómstundastarf er ekki aðeins mikilvægur vettvangur fyrir afþreyingu ungs fólks heldur er það talið ein af grunnstoðum uppbyggilegrar þátttöku þeirra í samfélaginu, þar sem þau læra að líta á sig sem ábyrga þátttakendur í samfélaginu sem þau búa í.
Ennfremur hafa rannsóknir sýnt að börn og ungmenni sem leggja stund á íþróttir og taka þátt í æskulýðsstarfi eru síður líkleg til að neyta vímuefna eða taka þátt í annarri neikvæðri hegðun. �?átttaka barna í tómstundum er svo mikilvæg því sjálfsmynd barna er að miklu leyti mótuð í umhverfinu fyrir utan fjölskyldu og skóla.
�?að er hins vegar ekki á færi allra foreldra að bjóða börnunum sínum að sækja allar þær tómstundir sem þau kjósa, því oftar en ekki er áhugi á að stunda fleiri en eina íþrótt eða annað æskulýðsstarf. Kostnaðurinn sem fellur svo í kringum tómstundirnar ofan á æfingagjöldin er sumum fjölskyldum ofviða. Við hjá Eyjalistanum viljum því koma til móts við foreldra og gefa öllum börnum í Vestmannaeyjum kost á að stunda íþrótt, læra á hljóðfæri eða stunda annað æskulýðsstarf. Langar okkur að boðið verði upp á niðurgreiðslu til íþrótta- og tómstundastarfs í formi frístundakorts. Kortið yrði í boði fyrir öll börn í Eyjum á aldrinum 6-16 ára og yrði styrkurinn 25.000 kr. á barn á ári.
Eyjalistinn skilur mikilvægi íþrótta- og tómstundamála ungs fólks og lítur svo á að með þessum styrk til fjölskyldna sé verið að fjárfesta í börnunum okkar, því það eru jú þau sem eru framtíðin.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.