Í Vestmannaeyjum erum við lánsöm. Lánsöm að boðið sé upp á hinar ýmsu íþróttir, tónlistanám og annað æskulýðsstarf fyrir börnin okkar. �?ví skipulagt félags- og tómstundastarf er ekki aðeins mikilvægur vettvangur fyrir afþreyingu ungs fólks heldur er það talið ein af grunnstoðum uppbyggilegrar þátttöku þeirra í samfélaginu, þar sem þau læra að líta á sig sem ábyrga þátttakendur í samfélaginu sem þau búa í.
Ennfremur hafa rannsóknir sýnt að börn og ungmenni sem leggja stund á íþróttir og taka þátt í æskulýðsstarfi eru síður líkleg til að neyta vímuefna eða taka þátt í annarri neikvæðri hegðun. �?átttaka barna í tómstundum er svo mikilvæg því sjálfsmynd barna er að miklu leyti mótuð í umhverfinu fyrir utan fjölskyldu og skóla.
�?að er hins vegar ekki á færi allra foreldra að bjóða börnunum sínum að sækja allar þær tómstundir sem þau kjósa, því oftar en ekki er áhugi á að stunda fleiri en eina íþrótt eða annað æskulýðsstarf. Kostnaðurinn sem fellur svo í kringum tómstundirnar ofan á æfingagjöldin er sumum fjölskyldum ofviða. Við hjá Eyjalistanum viljum því koma til móts við foreldra og gefa öllum börnum í Vestmannaeyjum kost á að stunda íþrótt, læra á hljóðfæri eða stunda annað æskulýðsstarf. Langar okkur að boðið verði upp á niðurgreiðslu til íþrótta- og tómstundastarfs í formi frístundakorts. Kortið yrði í boði fyrir öll börn í Eyjum á aldrinum 6-16 ára og yrði styrkurinn 25.000 kr. á barn á ári.
Eyjalistinn skilur mikilvægi íþrótta- og tómstundamála ungs fólks og lítur svo á að með þessum styrk til fjölskyldna sé verið að fjárfesta í börnunum okkar, því það eru jú þau sem eru framtíðin.