Fjögur skemmtiferðaskip eru nú í Vestmannaeyjahöfn. Skemmtiferðaskipin sem um ræðir eru Fridthjof Nansen, Seaventure, World Navigator og SH Diana.
Auk þessara fjögurra farþegaskipa á eitt mjölskip bókað pláss í höfninni í dag, að því er segir á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar.
Á morgun er svo von á Viking Mars og Nieuw Statendam til Eyja. Bæði þessi skip eru að koma í sína fyrstu ferð til Vestmannaeyja. Nieuw Statendam er stærsta skip sem hingað hefur komið en bæði þessi skip munu flytja farþegana í land með tenderbátum.
Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta/Eyjar.net náði myndum af öllum fjórum farþegaskipunum í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst