Á fyrstu hátíðinni 2004 voru sett upp á bryggjunni steinlistaverk Árna Johnsen, síðan á annari hátíðinni var bryggjan vettvangur tískusýningar léttklæddra glæsimeyja og í fyrra var byggt varanlegt svið á bryggjuna til tónleikahalds og uppákoma. Í ár mun bryggjan enn fá nýtt hlut verk þar sem hún verður lendingarpallur fyrir þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem mun koma í heimsókn til Stokkseyrar á föstudagskvöldinu 14. júlí. Föstudagskvöldið hefur ætíð verið hápunktur hátíðarinnar með varðeldi og bryggjusöng Árna Johnsen.
Hagsmunafélag hestaeigenda á Stokkseyri er 30 ára á þessu ári og munu þeir verða með hátíðardagskrá á sunnudeginum 15. júlí í tilefni afmælisins.
Á laugardeginum verða síðan tónleikar unglinghljómsveita á Stokkseyrarbrygju og dansleikir verða á Draugabanum fimmtudags- og föstudagskvöld með hljómsveitinni KARMA og á laugardagskvöldinu verður þar með dansleik hljómsveitin VÍTAMÍN.
Ljósmyndasýning frá mannlífi á fyrri Bryggjuhátíðum verður úti við Shellskálann auk fjölmargra atriða sem sjá má í dagskrá hátíðarinnar á www.stokkseyri.is
Söfn, sýningar, þjónusta og afþreying verður í boði sem aldrei fyrr enda er Stokkseyri orðinn gríðarlega vinsæll ferðamannabær.
�?á verða send út 6.000 dagatöl Stokkseyrar og nær frá júlí – desember 2007 sem jafnframt er boð á Bryggjuhátíðina eða síðar ef tíminn núna 12. júlí – 15. júlí hentar ekki.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst