Fjöldi verkefna frá Eyjum hlutu styrki
Mynd: Langa

Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði

Suðurlands. Um er að ræða síðari úthlutun sjóðsins árið 2022. Umsóknir voru samtals 90, í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 28 umsóknir og 62 í flokki menningarverkefna.

Að þessu sinni var 32,6 m.kr. úthlutað, 13,1 m.kr. í flokk atvinnu og nýsköpunar og 19,5 m.kr. í flokk menningar, til samtals 58 verkefna. Samþykkt var að veita 14 verkefnum styrk í flokki atvinnu og nýsköpunar og 44 verkefna í flokki menningarverkefna.

Hæsta styrkinn í flokki atvinnu og nýsköpunar hlaut að þessu sinni Langa ehf. fyrir verkefnið Afurðagerð og vörumerkjaþróun fyrir lífefnavinnslu að upphæð 2 m.kr., markmið verkefnisins er þróun á næringaríkum neytendavörum sem innihalda kollagen og önnur lífefni sem verða framleidd í nýrri verksmiðju í Vestmannaeyjum. Meðal annara verkefna frá Eyjum má nefna verkefnin “Veiðar á rauðátu við Suðurströndina” og “Bókviti”. Þá hlutu nokkur verkefni á á sviði menningar styrki “Listasmiðja Náttúrunnar með Gíslínu Dögg og Jónu Heiðu”, “Gömlu leikföngin”, “Tónlistarferðalagið frá Ungverjalandi til Vestmannaeyja”, “Part 2 Technology Upgrade of Natural History Collection”, “Minningatónleikar Vosa”, “50 ár frá Heimaeyjargosinu í tali og tónum”,

Lista yfir öll verkefni sem hlutu styrk má sjá hér.

Nýjustu fréttir

Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.