Fjölliðamót blásið af vegna veðurs

Til stóð að í Vestmannaeyjum færi fram um helgina stórt fjölliðamót í handknattleik en því hefur verið frestað um mánuð vegna veðurs. Von var á um 400 gestum til Eyja vegna mótsins. Keppendur eru fæddir árið 2006 á eldra ári í 5. flokki karla og kvenna. “Þetta er auðvitað leiðinlegt en okkur voru farnar að berast afbókanir frá liðunum. Veðurspáin fyrir morgundaginn er afleit og þessi ákvörðun er tekin í samráði við mótastjóra og mótanefnd HSÍ,” sagði Vilmar Þór Bjarnason framkvæmdarstjóri handknattleiksdeildar ÍBV. Spáð er suð-austan stormi seinnipartinn á morgun. “Þetta er ekki léttvæg ákvörðun mikill tími hefur farið í undirbúning mótsins, en við erum líka að bjóða uppá ákveðna upplifun með þessu móti og viljum að gestir okkar fari hamingjusamir heim,” sagði Vilmar að lokum.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.