Vel heppnuð starfakynning
16. nóvember, 2023
Haldin var Starfakynning í Þekkingarsetri Vestmannaeyja í dag. Þar kynntu starfsmenn fyrirtækja og stofnana í Vestmannaeyjum störf sín og þá menntun sem þeir hafa. Markmiðið með kynningunni er að auka þekkingu ungmenna og almennings á störfum í heimabyggð, ásamt því að efla sambandið milli skóla og atvinnulífs. Þetta er í þriðja skiptið sem kynningin er haldin og hefur Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja leitt verkefnið frá upphafi.
Góð mæting og allir sáttir
Það voru 40 aðilar sem kynntu fjöldan allan af störfum og gekk kynningin mjög vel að sögn skipuleggenda. “Þetta gekk bara ótrúlega vel og við vorum mjög ánægðar með mætinguna.
áttundir til tíundi bekkur GRV kom um morguninn auk nemenda frá FIV. Almenningur gat einnig komið og kynnt sér störfin. Við heyrðum ekki annað en að mikil ánægja væri á meðal gesta og þeirra sem tóku þátt og kynntu störfin,” sagði Minna Björk Ágústsdóttir hjá Visku í samtali við Eyjafréttir.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.