Nú er aldeilis að færast fjör í leikinn hjá pysjubjörgunarfólki. Pysjurnar, sem eru skráðar inn á lundi.is, nálgast nú 400, en í gær um svipað leiti voru þær að nálgast 300.
Í facebook-færslu Pysjueftirlitsins sagði fyrir um sólarhring að af þeim nærri 300 hafa 113 verið vigtaðar og er meðalþyngd þeirra 251 gramm, sem er frekar lágt. Oft koma mjög léttar pysjur í upphafi pysjutímans og var það raunin núna. Vonandi hækkar þessi tala þegar fram líður á tímabilið. Lífslíkur pysjanna á hafi úti aukast með meiri þyngd. Pysjubjörgunarfólk og foreldrar eru minntir á að mikilvægt er að skrá pysjurnar í eftirlitið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst