Eyjamenn unnu fjórða sigur sinn í röð í deild og bikar þegar Eyjamenn sóttu Grindavík heim. Eyjamönnum hefur stundum þótt erfitt að sækja stig til Grindavíkur en fóru í kvöld með þrjú í farteskinu því lokatölur urðu 1:3 fyrir ÍBV. Þrátt fyrir þennan góða sigur, eru Eyjamenn enn í 8. sæti deildarinnar en nú eru aðeins sex stig í efsta sætið en þar situr FH með 17 stig.