Fjörugar umræður um fjárhagsáætlun
4. desember, 2023

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 var fyrsta mál á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku þá fór fram seinni umræða.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2024 frá fyrri umræðu.

“Þrátt fyrir að mörg sveitarfélög séu að glíma við áskoranir í rekstri og fjármögnun lögbundinna verkefna, með tilheyrandi lausafjárvanda, rekstrartapi og skuldasöfnun, er gert ráð fyrir að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði áfram traust.

Í fjárhagsáætluninni er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórn, þar sem gætt verður aðhalds í rekstri bæjarins og varlega áætlað um tekjur. Jafnframt er stefnt að því að lækka skuldir enn frekar á næsta ári og að A-hluti bæjarsjóðs við fjármálastofnanir verði orðinn skuldlaus á næsta ári. Útsvar er stærsti einstaki tekjuliður bæjarfélagsins. Við gerð áætlunarinnar um útsvar er byggt á lokaspá fjármálastjóra bæjarins um útsvarstekjur fyrir árið 2023.

Samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun nú við seinni umræðu er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur A-hluta bæjarsjóðs verði 231,6 m.kr., en hjá samstæðunni 345,8 m.kr. Rekstrarafgangur hækkar lítillega milli fyrri og síðari umræðu eða um 27 m.kr.

Breytingar á rekstri bæjarins frá fyrri umræðu eru minniháttar, en áætlanir um fjárfestingar lækkuðu um 8 m.kr. milli umræðna.

Í A- hluta sveitarsjóðs eru áætlaðar eignfærðar framkvæmdir að fjárhæð 717 m.kr., en í B-hluta eru áætlaðar framkvæmdir 310,5 m.kr. Gert er ráð fyrir samanlögðum eignfærslum upp á 1.027,5 m.kr. Gerð er grein fyrir helstu verkefnum í glærukynningu bæjarstjóra sem fylgir fundargerðinni.

Þá er gert ráð fyrir tæpum 387 m.kr. til ýmissa gjaldfærðra verkefna, svokallaðra sérsamþykkta, sem ekki tilheyra beint lögbundnum verkefnum. Þar af eru 140 m.kr. fjárheimild til viðhalds húsa. Einnig er um að ræða ýmiss önnur átaksverkefni. Í A- hluta eru gjaldfærslur að fjárhæð 282 m.kr. og í B- hluta 104,7 m.kr.

Staða bæjarsjóðs verður áfram sterk. Gert er ráð fyrir góðri rekstrarafkomu, áframhaldandi góðri þjónustu við bæjarbúa, hagkvæmni í rekstri, hóflegum sköttum og opinberum gjöldum og öflugri fjárfestingu.”

Við umræðu um málið tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Helga Jóhanna Harðardóttir, Eyþór Harðarson, Margrét Rós Ingólfsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Magnússon og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Reksturinn ekki sjálfbær
Umræðan hófst með bókun bæjarfulltrúa D lista. “Enn sem komið er getum við státað af lágri og öfundsverðri skuldastöðu sveitarfélagsins. Mikilvægt er að verja þá stöðu og tækifæri sem felast í því að þurfa ekki að nota útsvarstekjur í að greiða vexti af langtímalánum. Til að svo megi verða þurfum við að sýna dug og þor til að takmarka útgjöld sveitarfélagsins. Mikilvæg verkefni næstu ára eins og stækkun Hamarsskóla , viðbygging búningsklefa við Íþróttahúsið og lagning á gervigrasi við Hásteinsvöll kalla á mikla fjármuni. Mikilvægt er að rekstri sveitarfélagsins verði hagað þannig að engar tafir verði á þeim verkefnum. Eins og reksturinn hefur verið undanfarið þá telst hann ekki sjálfbær eins og kemur fram í bréfi eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.”

Alið á tortryggni í ráðningum
Því næst tók við bókun þriggja fulltrúa D-lista þeirra, Hildar Sólveigar Sigurðardóttur, Margrétar Rósar Ingólfsdóttur og Gísla Stefánssonar. “Undirrituð gagnrýna að nýtt tímabundið starf sem sett hefur verið á stokk innan stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar hafi ekki verið auglýst né fengið formlega umfjöllun innan stjórnsýslunnar. Með þessari ákvörðun er alið á tortryggni gagnvart ráðningum sveitarfélagsins og getur ekki talist vönduð né gegnsæ stjórnsýsla.”

Bréfsendingar sæta undrun
Eftir fundarhlé var svarað með þremur bókunum bæjarfulltrúa E og H lista. “Bæjarfulltrúar E og H lista taka einróma undir niðurstöðu bæjarráðs um málið sem var svohljóðandi: “Þar sem Vestmannaeyjabær stenst allar lögbundnar kröfur um fjármál sveitarfélaga telur bæjarráð það sæta undrun að eftirlitsnefndin hafi sent þetta bréf án þess að kynna sér stöðuna, eins og raunar er staðfest í svarbréfi nefndarinnar. Einnig kemur fram í svarpósti nefndarinnar að ekki eru almennar áhyggjur af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og ekki verður um að ræða neina eftirfylgni í framhaldi af bréfinu af hálfu nefndarinnar. Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar var með jákvæðri niðurstöðu árið 2022 og sömuleiðis skal bent á að A- hluti Vestmannaeyjabæjar verður skuldlaus við fjármálastofnanir á þessu ári. Ástæður neikvæðrar afkomu A- hluta á síðasta ári eru ekki rekstrarlegs eðlis heldur er um að ræða neikvæða ávöxtun á peningalegum eignum sveitarfélagsins.””

Einungis tímabundið verkefni
“Eins og kom fram í skriflegum svörum bæjarstjóra til bæjarfulltrúans um ráðningar, er ekki um að ræða nýtt stöðugildi heldur tímabundið verkefni sem annars hefði verið leyst með aðkeyptri þjónustu. Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins tók þessa ákvörðun um að ráða inn í tímabundið átak, fyrir öll svið sveitarfélagsins eftir tillögu frá mannauðsstjóra. Það er innan þeirra heimilda sem framkvæmdastjórn hefur við rekstur sveitarfélagsins.”

Rekstur og staða áfram traust
“Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 sýnir ótvírætt fram á að rekstur og staða bæjarsjóðs verður áfram traust. Gert er ráð fyrir rekstrarafgangi upp á samtals 346 m.kr. og jafnframt að skuldir verði lækkaðar enn frekar þannig að A-hluti bæjarsjóðs verði orðinn skuldlaus við fjármálastofnanir í lok ársins. Þetta er niðurstaða fjárhagsáætlunar þrátt fyrir að mikillar varfærni sé gætt í áætluðum tekjum og ekki gert ráð fyrir að skatttekjur næsta árs verði hærri en raunskatttekjur yfirstandandi árs.”

Þessi góða staða er ekki síst athyglisverð og ánægjuleg í ljósi þess að mörg sveitarfélög eru að glíma við erfiðleika í rekstri og fjármögnun lögbundinna verkefna með meðfylgjandi taprekstri og skuldasöfnun.
Það er sem sagt gert ráð fyrir góðri rekstrarafkomu, áframhaldandi góðri þjónustu við bæjarbúa, hagkvæmni í rekstri, hóflegum sköttum og opinberum gjöldum og öflugri fjárfestingu.”

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar bar upp lykiltölur í fjárhagsáætlun ársins 2024

Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2024:

Tekjur alls: kr. 6.018.254.000

Gjöld alls fyrir fjármagnsliði: kr. 5.867.775.000

Rekstrarniðurstaða,jákvæð: kr. 231.586.000

Veltufé frá rekstri: kr. 892.973.000

Afborganir langtímalána: kr. 20.338.000

Handbært fé í árslok: kr. 1.371.631.000

Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2024:

Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs: kr. 46.010.000

Rekstrarniðurstaða Vatnsveitu: kr. 0

Rekstrarniðurstaða Fráveitu: kr. 83.759.000

Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: kr. 0

Rekstrarniðurstaða Náttúrustofu Suðurlands: kr. 107.000

Rekstrarniðurstaða Eygló eignarhaldsfélags ehf., tap: kr. -17.451.000

Rekstrarniðurstaða Herjólfs ohf.: kr. 1.833.000

Veltufé frá rekstri: kr. 350.660.000

Afborganir langtímalána: kr. 8.163.000

Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2024:

Tekjur alls: kr. 8.988.069.000

Gjöld alls: kr. 8.681.008.000

Rekstrarniðurstaða, jákvæð: kr. 345.844.000

Veltufé frá rekstri: kr. 1.243.633.000

Afborganir langtímalána: kr. 28.500.000

Handbært fé í árslok: kr. 1.371.631.000

Að því loknu var fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.

Fjárhagsáætlun 2024 – seinni umræða – m.Ss.pdfMM-LOKASKIL Eignfærslur og gjaldfærslur 2024 – Seinni umræða.pdfFramsaga bæjarstjóra um fjárhagsáætlun 2024 – seinni umræða -.pdf

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst