Eins og greint var frá hér á Eyjafréttum settist Jórunn Einarsdóttir, VG inn á þing í stað Atla Gíslasonar á föstudaginn. Ekki verður annað sagt en að fyrsti dagur Jórunnar á Alþingi hafi verið fjörugur en við þingsetningu voru mikil mótmæli fyrir utan Alþingishúsið þannig að þingmenn og fylgdarlið þurftu að hlaupa undan eggjakasti mótmælendanna. DV.is segir frá því að Framsóknarþingmaðurinn Birkir Jón Jónsson hafi verið riddaramennskan uppmáluð og nánast hlaupið Jórunni niður á hlaupum undan eggjunum. Jórunn er barnshafandi og flytur sína fyrstu ræðu á Alþingi í kvöld í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.