Fjórum villum svarað
29. júní, 2021
Eyþór Harðarson

Ég hef fengið það hlutverk að sitja bæjarstjórnarfundi þegar forföll verða hjá aðalbæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Á síðasta fundi bæjarstjórnar fékk ég tækifæri á að segja mína skoðun á hvernig meirihluti E og H listans hafa unnið að málefnum Hraunbúða undanfarið ár. Ég er ekki sammála þeirra vegferð í að setja reksturinn frá okkur með þeirri óvissu sem fylgir því. Það þótti framfaraspor á sínum tíma þegar við tókum reksturinn til okkar og bættum þjónustuna. Ég tel farsælla að Vestmannaeyjabær reki starfsemina á Hraunbúðum og með því sinnum við okkar eldra fólki betur hér í Eyjum. Við höfum efni á að bæta í reksturinn því fé sem við teljum viðunandi þjónustu við okkar fólk.

Þau sem leiða meirihlutann hafa ekki lært eða tileinkað sér mikið af kurteisi eða umburðarlyndi á skoðunum annara þessi þrjú ár sem þau hafa verið við völd. En á sama tíma hefur íbúalýðræði náð nýjum hæðum að þeirra sögn hér í Vestmannaeyjum. Ég fékk yfir mig “drulluna” eins og sagt er, fyrir það að vera á annari skoðun en þau og þau bókuðu að mér til vorkunnar þekkti ég ekki til málsins eða forsögu þess, auk þess að ég væri að slá mig til riddara með minni bókun. Háðið og lítilsvirðingin sem ég fékk beint í fangið á þessum fundi fyrir það eitt að telja að rekstur Hraunbúða yrði betri í höndum Vestmannaeyjabæjar en ríkisins, var ekki boðlegt að mínu mati.

Njáli hefur ekki dugað sitt framferði á bæjarstjórnarfundinum, heldur bætir hann um betur og skrifar grein í gær þar sem hann segir umrædda bókun mína vera nokkurs konar met í að fara með rangt mál.

Fyrsta villan var sú að ég sagði að meirihluti E og H listans hafa klúðrað málefnum
Hraunbúða – honum fannst vanta að ég nefndi fulltrúa D listans. Njáli til upplýsinga þá fer meirihlutinn með völdin og hann getur ekkert afsakað sín verk með því að benda á minnihlutann. Mín sannfæring er að við eigum að reka Hraunbúðir og ég er ekki bundinn af skoðun annara bæjarfulltrúa.

Önnur villan sem hann nefnir er að ég fullyrti að meirihlutinn hafði lofaði því á
undirbúningsfundi sem ég sjálfur tók þátt í fyrir bæjarstjórnarfund að staldrað yrði við í málinu ef ekki fengist meira fé frá ríkinu til rekstursins, og þá metið hvort við héldum áfram rekstrinum. Þarna setur hann fram frekar ógeðfeld rök og segir málið aldrei hafa verið rætt á formlegum fundi – en auðvitað fór ég ekki fram með þetta mál á formlegum fundi þar sem ég vildi ekki trufla baráttuna við ríkið um meira fjármagn til rekstursins.

Þriðja villan sem formaður bæjarráðs sá í þessari bókun var að það sé rangt að málin hafi þróast óhikað í stöðuna sem nú er uppi, en hann vill meina að að hann hafi setið marga fundi áður en þessi staða kom upp og þ.a.l. ekki óhikað. Sérstakur útúrsnúningur hjá Njáli hér.

Fjórða villan var sú að ég hafði áhyggjur af þessum málaflokki sem snýr að dvalarþjónustu aldraðra í Vestmannaeyjum. Njáll vill meina að ég sé algjörlega út á túni í umræðunni þar sem við erum með hjúkrunarþjónustu á Hraunbúðum en ekki dvalarþjónustu.

Njáll vill hafa umræðuna vitræna á bæjarstjórnarfundum. Mér finnst hann ekki hjálpa til við það.

Eyþór Harðarson, varabæjarfulltrúi.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst