Ég hef fengið það hlutverk að sitja bæjarstjórnarfundi þegar forföll verða hjá aðalbæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Á síðasta fundi bæjarstjórnar fékk ég tækifæri á að segja mína skoðun á hvernig meirihluti E og H listans hafa unnið að málefnum Hraunbúða undanfarið ár. Ég er ekki sammála þeirra vegferð í að setja reksturinn frá okkur með þeirri óvissu sem fylgir því. Það þótti framfaraspor á sínum tíma þegar við tókum reksturinn til okkar og bættum þjónustuna. Ég tel farsælla að Vestmannaeyjabær reki starfsemina á Hraunbúðum og með því sinnum við okkar eldra fólki betur hér í Eyjum. Við höfum efni á að bæta í reksturinn því fé sem við teljum viðunandi þjónustu við okkar fólk.
Þau sem leiða meirihlutann hafa ekki lært eða tileinkað sér mikið af kurteisi eða umburðarlyndi á skoðunum annara þessi þrjú ár sem þau hafa verið við völd. En á sama tíma hefur íbúalýðræði náð nýjum hæðum að þeirra sögn hér í Vestmannaeyjum. Ég fékk yfir mig “drulluna” eins og sagt er, fyrir það að vera á annari skoðun en þau og þau bókuðu að mér til vorkunnar þekkti ég ekki til málsins eða forsögu þess, auk þess að ég væri að slá mig til riddara með minni bókun. Háðið og lítilsvirðingin sem ég fékk beint í fangið á þessum fundi fyrir það eitt að telja að rekstur Hraunbúða yrði betri í höndum Vestmannaeyjabæjar en ríkisins, var ekki boðlegt að mínu mati.
Njáli hefur ekki dugað sitt framferði á bæjarstjórnarfundinum, heldur bætir hann um betur og skrifar grein í gær þar sem hann segir umrædda bókun mína vera nokkurs konar met í að fara með rangt mál.
Fyrsta villan var sú að ég sagði að meirihluti E og H listans hafa klúðrað málefnum
Hraunbúða – honum fannst vanta að ég nefndi fulltrúa D listans. Njáli til upplýsinga þá fer meirihlutinn með völdin og hann getur ekkert afsakað sín verk með því að benda á minnihlutann. Mín sannfæring er að við eigum að reka Hraunbúðir og ég er ekki bundinn af skoðun annara bæjarfulltrúa.
Önnur villan sem hann nefnir er að ég fullyrti að meirihlutinn hafði lofaði því á
undirbúningsfundi sem ég sjálfur tók þátt í fyrir bæjarstjórnarfund að staldrað yrði við í málinu ef ekki fengist meira fé frá ríkinu til rekstursins, og þá metið hvort við héldum áfram rekstrinum. Þarna setur hann fram frekar ógeðfeld rök og segir málið aldrei hafa verið rætt á formlegum fundi – en auðvitað fór ég ekki fram með þetta mál á formlegum fundi þar sem ég vildi ekki trufla baráttuna við ríkið um meira fjármagn til rekstursins.
Þriðja villan sem formaður bæjarráðs sá í þessari bókun var að það sé rangt að málin hafi þróast óhikað í stöðuna sem nú er uppi, en hann vill meina að að hann hafi setið marga fundi áður en þessi staða kom upp og þ.a.l. ekki óhikað. Sérstakur útúrsnúningur hjá Njáli hér.
Fjórða villan var sú að ég hafði áhyggjur af þessum málaflokki sem snýr að dvalarþjónustu aldraðra í Vestmannaeyjum. Njáll vill meina að ég sé algjörlega út á túni í umræðunni þar sem við erum með hjúkrunarþjónustu á Hraunbúðum en ekki dvalarþjónustu.
Njáll vill hafa umræðuna vitræna á bæjarstjórnarfundum. Mér finnst hann ekki hjálpa til við það.
Eyþór Harðarson, varabæjarfulltrúi.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.