Fleiri farþegar til Eyja
farþegaskip_vigtartorg_20240521_130534
Farþegaskip við Nausthamarsbryggju. Eyjar.net/TMS

Fyrstu skemmtiferðaskipin þetta sumarið komu til Eyja fyrr í mánuðinum. Þau munu svo hafa reglulegar viðkomur hér í Eyjum í allt sumar og fram á haust. Raunar er búist við metfjölda farþega til Eyja með skemmtiferðaskipum í ár, en í fyrra komu um 33 þúsund farþegar þessa leið til Eyja.

Eitt þeirra liggur nú við Nausthamarsbryggju. Það er skipið Deutschland. Á síðasta degi maí mánaðar er svo gert ráð fyrir þremur farþegaskipum í Vestmannaeyjahöfn. Það eru skipin Silver Endeavour, World Navigator og Fridtjof Nansen. Hægt er að fylgjast með komum skemmtiferðaskipa til Eyja hér. Myndin hér að ofan er tekin í blíðunni í dag.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.