Flest verkefni á borði lögreglu tengd ölvun

Mikil rigning setti svip sinn á dagskrá Þjóðhátíðar í gærkvöldi og nótt. Færra fólk var í brekkunni en á föstudagskvöldinu, en flestir voru þó vel búnir.

Lögregla hafði í nógu að snúast og voru flest verkefni tengd ölvun. Fangageymslur voru fullar á tímabili, en gestum lögreglu fer fækkandi með morgninum, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

14 fíkniefnamál komu upp og í einu máli var aðili grunaður um sölu, en í fórum hans fundust yfir 40 grömm af kókaíni, sem voru haldlögð.

Eitt kynferðismál hefur verið tilkynnt lögreglu og rannsókn þess komin vel á veg. Tvær minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar og einn aðili stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Undir morgun hefur stytt upp og nú er þurrt í Eyjum en skýjað.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.