Í gær var haldinn íbúafundur í Vestmannaeyjum vegna eldsumbrotanna. Um 60 manns mættu á fundinn sem var afar fróðlegur en á honum fóru viðbragðsaðilar vegna eldsumbrotanna yfir staðreyndir, bæði vegna gossins í Eyjafjallajökli og áhrifa í Vestmannaeyjum. Karl Gauti Hjaltason, formaður Almannavarnarnefndar tók af allan vafa um hugsanleg flóð vegna eldgosa í jöklum á Suðurlandi, hann sagði að líkur á flóði í Vestmannaeyjum vegna þeirra væri afar ólíklegt.