Flokkur fólksins stærstur í Suðurkjördæmi
Oddvitar Hopmynd 20241113 192740
Oddvitar framboðana í Suðurkjördæmi. Á myndina vantar oddvita Pírata.

Stór tíðindi urðu í lokatölum frá Suðurkjördæmi en þá tók Flokkur fólksins fram úr Sjálfstæðisflokknum. Flokkarnir fá tvo þingmenn hvor um sig en Flokkur fólksins fékk 121 atkvæði fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn í kjördæminum. Það gerðist síðast í þingkosningunum árið 2009 að annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn fengi flest atkvæði í Suðurkjördæmi en þá var Samfylkingin stærst, segir í umfjöllun Vísis um niðurstöðurnar.

Flokkur Fólksins fékk 20% atkvæða, Sjálfstæðisflokkur 19.6%. Samfylking 17,3% og Miðflokkur 13,6%. Framsókn var með 12% og Viðreisn 11,2% og fá þessi framboð sitt hvorn þingmanninn. Aðrir koma ekki mönnum að í kjördæminu.

Þetta eru kjörnir þingmenn kjördæmisins.

  1. Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir (F)
  2. Guðrún Haf­steins­dótt­ir (D)
  3. Víðir Reyn­is­son (S)
  4. Karl Gauti Hjaltason (M)
  5. Halla Hrund Loga­dótt­ir (B)
  6. Guðbrand­ur Ein­ars­son (C)
  7. Sigurður Helgi Pálmason (F)
  8. Vil­hjálm­ur Árna­son (D)
  9. Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir (S)
  10. Sigurður Ingi Jóhannsson (B)

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.