Bakkafjara, viðbót og fleira

Ég var að tala við vin minn og þingmann okkar, Grétar Mar Jónsson. Sagði hann mér meðal annars frá ferð sinni og annarra þingmanna suðurkjördæmis í kjördæmaviku. Komu þeir meðal annars til eyja í síðustu viku, en stoppuðu stutt. Áttu þeir fund með bæjarstjórn Vestmannaeyja, þar sem einungis var talað um kröfu útgerðarmanna í eyjum […]

Ofnbakaður fiskur

Þessi réttur er fljótlegur og ætti ekki að taka meira en 5-10 að útbúa og skella inn í ofn, einnig sakar ekki að hann er hollur og góður. ÝsaLaukurGulræturPaprikaSveppir½ kókosmjólk½ SítrónaRifinn osturSalt PiparKarrý Setjið örlítið af ólífuolíu í botninn á eldföstu móti og setjið fiskinn í botninn á mótinu. Kreistið ½ sítrónu yfir fiskinn. Skerið […]

Búist við stormi sunnan- og vestanlands

Created by PhotoWatermark Professional

Búist er við stormi við suður- og vesturströndina og á Miðhálendinu. Veðurstofa Íslands spáir norðvestan 10-18 m/s og éljum, en hálfskýjað verður um landið suðaustanvert. Lægir og léttir til um landið vestanvert undir hádegi, en austlands síðdegis. Vaxandi suðvestan átt í kvöld og slydda eða rigning um landið vestanvert, 15-23 m/s seint í nótt, hvassast […]

Kosið í stjórn og nefndir SASS 2007-2008

Á þinginu var kosinn nýr formaður SASS Sveinn Pálsson sveitarstjóri Mýrdalshrepps í stað Gunnars Þorgeirssonar Grímsnes- og Grafningshreppi sem gegnt hefur starfinu undanfarin 4 ár.Stjórnir og nefndir 2007 – 2008 Stjórn SASSSveinn Pálsson, formaður MýrdalshreppiSigurður Ingi Jóhannss., varaformHrunamannahreppiGylfi Þorkelsson ÁrborgJón Hjartarson ÁrborgGuðmundur Þ. Guðjónsson Hveragerði Þorgils Torfi Jónsson Rangárþing ytraElliði Vignisson Vestmannaeyjum Varamenn:Helgi Haraldsson ÁrborgRagnheiður […]

Alþjóðlegur lággjaldaflugvöllur á Suðurlandi meðal ályktanna

Á aðalfundum SASS og Atvinnuþróunarfélags Suðurlands var samþykkt að sameina SASS og AÞS og verkefni sem AÞS hefur haft með höndum verði sinnt innan vébanda SASS. Haldnir verða aukaðalfundir á næstu vikum þar sem gengið verður formlega frá sameiningunni. Hægt er að lesa allar ályktanir frá ársþingi SASS hér að neðan. Ályktanir ársþings Samtaka sunnlenskra […]

SASS þing – Átök, sátt, deilur og hugsanlegir eftirmálar

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var haldið á fimmtudag og föstudag.  Þar voru haldnir aðalfundir SASS, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.  Ársþingið var sótt af um 70 sveitarstjórnarmönnum og embættismönnum auk gesta.  Meðal gesta ársþingsins voru Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og tveir af þingmönnum kjördæmisins, þeir Árni Johnsen og Árni […]

Wenger finnur alltaf unga og ferska stráka

Created by PhotoWatermark Professional

HERMANN Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, vonast eftir því að Manchester United nái að sigra Arsenal á Emirates-leikvanginum í London í dag. Sú von Hermanns á sér 27 ára gamla sögu en hann sagði við Morgunblaðið að búast mætti við stórskemmtilegri viðureign tveggja bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar þar sem nánast væri ógjörlegt […]

Góður sigur hjá meistaraflokki ÍBV í körfubolta

Created by PhotoWatermark Professional

Meistaraflokkur ÍBV í körfubolta lék í gærkvöldi við lið KKF Þóris í Íþróttamiðstöðinni í eyjum og endaði leikurinn 91-75 og hefur liðið unnið báða sína leiki á þessu tímabili. Gestirnir byrjuðu betur og komust í stöðuna  – 12 en þá tóku leikmenn ÍBV við sér. Í þessari stöðu gerði Björn Einarsson þjálfari ÍBV breytingar og […]

Vinnslustöðin hagnast um milljarð kr.

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar á fyrstu níu mánuðum ársins nam 1.080 milljónir króna. Er það mikil breyting frá í fyrra þegar hagnaður fyrstu níu mánuði ársins nam 63 milljónum króna. Heildartekjur félagsins voru 4.556 milljónir króna, örlitlu minna en á sama tímabili í fyrra. Tekjur fiskvinnslu jukust um 7,6% á meðan tekjur útgerðar jukust um tæplega 9,0%. […]

Spjallborðið komið í lag

Síðustu daga hefur borið á erfiðleikum með innsetningu á efni á spjallborðið á www.eyjar.net/spjall. Ástæða þessara bilunar er að óprúttnir aðilar keppast við að koma skilaboðum sem inn á spjallið sem hafa ekkert þangað inn að gera. En spjallborðið ætti að vera komið í lag og hvetjum við fólk að taka þátt í þeim umræðum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.