Strákarnir til Eistlands á morgun – léku tvo æfingaleiki um helgina

Meistaraflokkur karla í handboltanum er kominn á fullt í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Þeir héldu uppá fastalandið og léku tvo æfingaleiki um helgina, gegn Selfossi og Víkingi. Leikurinn gegn Selfossi var leikinn í gær, laugardag, og sigruðu strákarnir 34-32. Í dag var síðan leikið gegn Víkingi í Reykjavík og vannst sá leikur einnig, 34-29. […]
Eygló Harðardóttir tapaði í formannskosningu

Eyjakonan Eygló Harðardóttir tapaði í formannskosningum fyrir Ólöfu Pálínu Úlfarsdóttur um embætti formanns Landsamband Framsóknarkvenna á laugardaginn. Ólöf hlaut 60 % atkvæða á móti 40 % atkvæða Eyglóar. Eygló var kjörin ný í framkvæmdastjórn sambandsins. (meira…)
Umdeilt að færa forræði Vestmannaeyinga í orkumálum til Hitaveitu Suðurnesja

Eyjar.net heldur áfram að heyra í valinkunnum Eyjamönnum varðandi hvaða möguleika þeir sjá í stöðunni með söluhagnaðinn af Hitaveitu Suðurnesja. Að þessu sinni heyrðum við í Ragnari Óskarssyni fyrrverandi bæjarfulltrúa og fengum að heyra hvað hann leggur til. Spurningin er sú sama og áður:Ef þú værir bæjarstjórnin hvað myndirðu leggja til að gert yrði við þessa […]
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, á Egilsstöðum 17. – 19. ágúst 2007.
Aðalfundur Skógræktrarfélags Íslands haldinn á Egilsstöðum dagana 17. – 19.águst 2007 fagnar samþykkt Alþingis á vorþingi 2007 á þingsályktunartillögu um stofnun Trjáræktarseturs sjávarbyggða í Vestmannaeyjum. Fundurinn skorar á fjárlaganefnd Alþingis að veita á fjárlögum 2008 nægilegu fé til að koma setrinu strax á fót og af myndarskap. Ályktunin var samþykkt einróma. (meira…)
Gunnar er í óvissu með framhaldið

Gunnar Heiðar Þorvaldsson landsliðsmaður í knattspyrnu segir að landsleikurinn gegn Kanadamönnum á miðvikudaginn gæti ráðið úrslitum um hvort einhver lið hafi áhuga á að fá hann í sínar raðir. Eyjamaðurinn á ekki von á því að fá mörg tækifæri hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover á næstu vikum og mánuðum. „Þjálfarinn hefur sagt að það besta í […]
Á þessu ferðalagi fylgjumst við að

Á þessu ferðalagi fylgjumst við aðvið eigum örlítinn vonarneista fyrir hvort annað í ljósu mánaskini vel ég mér stund og segi ég myndi klífa hæstu hæðir fyrir þig ég væri ekkert án þín Ég held að þessi texti úr þjóðhátíðarlaginu Lífið er yndislegt eigi vel við núna. Staða ÍBV í 1.deild er ekki góð og […]
Mikill fjöldi við opnun ljósmyndasýningar Sigurgeirs í Toyota

Strax við opnun á ljósmyndasýningu Sigurgeirs Jónassonar í Toyota var mikill fjöldi gesta mættur til að skoða þær fallegu ljósmyndir sem að Sigurgeir var með á sýningunni. Sigurgeir var búinn að stilla upp 185 ljósmyndum til sýnis og sýndu þær myndir brot af því besta. Ljósmyndirnar voru frá ýmsum tímabilum og mátti sjá gamla eyjamenn […]
Eyjapeyji býður sig fram sem formann SUS

Þórlindur Kjartansson gefur kost á sér til þess að gegna embætti formanns í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Sambandið velur sér forystu á sambandsþingi sem haldið verður á Seyðisfirði helgina 14. til 16. september. Núverandi formaður, Borgar Þór Einarsson, hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Þórlindur, sem er 31 árs, hefur verið virkur í […]
Kynnti íslenska jólasveininn á skátamóti.
Í byrjun ágúst fór Alma Guðnadóttir á alheimsskátamót í Englandi, en á þessu ári eru liðin 100.ár frá upphafi skátahreyfingar Baden Powel. Á þessu skátamóti voru um 40.000 skátar samankomnir þar af voru tvær stelpur frá eyjum, Alma og Bryndís Gísladóttir. Eyjar.net sendi Ölmu nokkrar spurningar til að forvitnast örlítið um skátamótið. Hver voru tildrög […]
Lof og last – 5.kafli

Lof: Bolur Bolsson öðru nafni Henry Birgir Gunnarsson sem sýndi á glæsilegan hátt fram á réttmæti áður birtrar gagnrýni minnar um kommentakerfi moggabloggsins. Þakka þér. Hann tók það meira að segja fram í höfundardálki að hann hefði ekkert fram að færa en samt … SAMT náði hann efsta sæti á ömurlegasta vinsældarlista allra tíma með því að […]