Gísli Matthías er Eyjamaður vikunnar

gisli_sigmars

Sjómannadagurinn skipar stóran sess í menningarlífi eyjamanna. Metnaðarfull dagskrá var í boði alla helgina og er það Sjómannadagsráð sem fer með skipulagningu hennar. Formaður ráðsins er Gísli Matthías Sigmarsson og er hann því Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn: Gísli Matthías Sigmarsson. Fjölskylda: Ég er sonur Sigmars Gísla og Ástu Kristmannsdóttur. Systir mín heitir Ágústa Dröfn og bróðir Sæþór […]

Halla Tómasdóttir kosin forseti

Á tíunda tímanum í morgun var loks búið að telja upp úr kjörkössunum í forsetakosningunum. Með þeim er ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Halla hlaut 34,3 prósent atkvæða, 9,1 prósentustigi meira en Katrín Jakobsdóttir sem varð önnur með 25,2 prósent atkvæða. Halla Hrund Logadóttir var þriðja og hlaut 15,5 prósent á landsvísu. Í […]

Lífið á sjónum

DSC_7648

Það er vel við hæfi að gera sjómannslífinu smá skil hér á sjómannadaginn. Óskar Pétur Friðriksson slóst í för með áhöfninni á Þórunni Sveinsdóttur VE nýverið. Þar tók hann fjölmargar myndir og má sjá nokkrar þeirra hér að neðan. (meira…)

Sjómannadagur: Dagskrá dagsins

IMG_1193

Landsmenn halda sjómannadaginn hátíðlegan í dag, sunnudag. Í Vestmannaeyjum hefst dagskráin klukkan 13.00 á sjómannamessu. 13.00 Sjómannamessa í Landakirkju. Séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög og Drengjakór Reykjavíkur syngur. Blómsveigur lagður að minnisvarðanum. Guðni Hjálmarsson stjórnar athöfninni. Að lokinni […]

Gul viðvörun fyrir allt landið

allt_gult

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir allt landið frá klukkan 17.00 á mánudag, 3. júní. Er hún í gildi til miðvikudagsins 5 júní kl. 23:59. Allt Ísland Hríð á Norður- og Austurlandi (Gult ástand) 3 jún. kl. 17:00 – 5 jún. kl. 23:59 Spár gera ráð fyrir að djúp lægð taki sér stöðu fyrir […]

Mjög góð kjörsókn í Eyjum

DSC_3434

Kjörsókn í Eyjum hefur verið mjög góð það sem af er degi. Klukkan 19.00 höfðu 1781 kosið á kjörfundi. Er það 57,6% kjörsókn. Sé það borið saman við kjörsóknina á sama tíma fyrir fjórum árum sést að 16,4% fleiri hafi kosið í dag. Ef kjörsóknin er borin saman við síðustu bæjarstjórnarkosningar, sem voru árið 2022 […]

Dorgkeppni, kappróður og koddaslagur

DSC_3388

Það var nóg við að vera við sjávarsíðuna í dag. Þar fór fram dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns. Þá var sjómannafjör á Vigtartorgi þar sem var kappróður, koddaslagur, tuðrukvartmíla, lokahlaup, sjómannaþraut og þurrkoddaslagur, svo fátt eitt sé nefnt. Myndasyrpu frá fjörinu má sjá hér að neðan. (meira…)

Ábending frá Herjólfi

herj_innsigling_tms

Farþegum Herjólfs er góðfúslega bent á – í tilkynningu – að þeir sem hyggjast ferðast með ferjunni síðdegis á morgun, sunnudag að spá gefur til kynna hækkandi ölduhæð þegar líða tekur á daginn. Eru farþegar því hvattir til þess að fylgjast vel með miðlum Herjólfs og ferðast fyrr en seinna ef þeir hafa tök á. […]

Meiri kjörsókn en fyrir fjórum árum

kjorkassi_stor

Klukkan 13.00 í dag höfðu 18,6% kjörgengra íbúa í Vestmannaeyjum mætt á kjörstað í Barnaskóla Vestmannaeyja. Er það mun meiri kjörsókn en á sama tíma í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Þá höfðu 387 manns kosið (12,5%) á móti 575 nú, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá yfir­kjör­stjórn í Vestmannaeyjum. Á kjörskrá eru 3.092, en til samanburðar voru á […]

Kjörfundur hafinn

IMG_5395

Í dag ganga Íslendingar til kosninga, þegar tíundu for­seta­kosn­ing­ar eru haldn­ar í sögu lýðveld­is­ins. Þar munu landsmenn kjósa sjöunda forseta lýðveldisins. Frambjóðendurnir eru tólf talsins. Í Vestmannaeyjum er hægt að kjósa í Barnaskólanum, inngangur um norður- og suðurdyr. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr. Kjörfundur hófst kl. 9.00 í morgun og lýkur kl. 22.00 í kvöld. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.