Jólin, einu sinni var

Georg_an_bakgr

Jólin eru tími barnanna ásamt fjölskyldum þeirra og hjá mér, eins og svo mörgum öðrum, þá rifjast ýmislegt upp um hvernig þetta var, þegar maður var barn sjálfur. Í minningunni var alltaf mikill spenningur heima hjá mömmu þegar hún dró fram litla jóaltréð okkar, sem mig minnir að hafi verið innan við metur á hæð, en við systkinin […]

Eitt augnakast

huginn_v

Við stærum okkur gjarnan af því, að Vestmannaeyjar sé gott samfélag. Þegar í harðbakkann slær snúm við bökum saman og leysum vandamálin í sameiningu. Þó svo að mannlífið sé fallegt er saga Vestmannaeyja átakasaga alveg fram á þennan dag. Það eru ekki mörg ár síðan síðasti sjómaðurinn hvarf í gin hafsins, vitandi að starfið hans […]

Að gefnu tilefni

sandoy-gongin_faereyjar

Við hjónin fórum til Reykjavíkur um síðustu helgi, sem er í sjálfu sér algjört aukaatriði, en við gistum í miðbæ Reykjavíkur, beint á móti mathöllinni við Hlemm en á föstudagskvöldið ætluðum við einmitt að fara út að borða á einhverjum af þessum nýju stöðum í miðbænum, en allsstaðar þar sem við komum var biðröð út […]

Snjalltæki

snjallsimar_netid

Ég fagna þeirri umræðu um snjallsíma og samfélagsmiðla sem nú tröllríður samfélaginu. Mér finnst hún bæði nauðsynleg og athyglisverð, sérstaklega sú sem snýr að börnum, unglingum og skólastarfi. Það mætti líka ræða áhrif þessa búnaðar á atvinnulífið. Við hjónin eigum og rekum veitingastað. Í veitingarekstri er mikilvægt að þeir sem þjónusta gesti séu vel tengdir […]

Lundasumarið 2023

lundar_tms

Lundaballið er um næstu helgi og því rétt að gera sumarið upp. Pysjueftirlitið er að detta í 3000 bæjarpysjur, sem þýðir að bæjarpysjan er þá ca. 5000 pysjur og miðað við að bæjarpysjan sé um eða innan við 1%, þá er pysjufjöldin úr öllum fjöllum Vestmannaeyja ca. 5-700 þúsund og miðað við tæplega 90% varp, […]

Fiskveiðiáramót 2023

sjomennska_opf

Það kom ekkert sérstaklega á óvart að hæstvirtur matvælaráðherra skyldi ákveða að fara aðgjörlega að ráðgjóf Hafró fyrir næsta fiskveiðiár, en svolítið sérstakt að lesa röksemdir hæstvirts ráðherra fyrir því. En þar kemur m.a. annars fram, að mati ráðherra, að það sé ekkert óeðlilegt þó að skekkja sé í útreikningum Hafró, en það sé betra, […]

Svaðilför í Surtsey

surtsey_cr-3.jpg

Nú mundi ég hlæja ef ég væri ekki dauður hugsaði gamli maðurinn, liggjandi á kistubotni, hlustandi á sína eigin líkræðu, sprellifandi eftir læknamistök. Ágúst Halldórsson brá undir sig árum og kajakaði til Surtseyjar hér um daginn. Hann lét sér ekki nægja að róa þangað, heldur steig fæti á heilaga grund yngstu eyjar heimsins. Þar með […]

Minning: Árni Johnsen

Það brýtur á Breka og ödudalirnir dýpka áður en brimklóin skellur á Urðirnar og sjávarlöðrið þeytist undan austanáttinni yfir byggðina á Heimaey. Þar drekkur ungviðið í sig saltan sjóinn sem flýtur um í blóði æðakerfis þeirra. Það gerir Eyjamenn öðruvísi en aðra, náttúran er þeim í blóð borin. Þeir verða ekki allir jafn mikil náttúrubörn […]

Sjómannadagurinn 2023

_DSC0260 l

– Georg Eiður Arnarson skrifar: Smá hugleiðing í tilefni sjómannadagshelgarinnar, en í flestu því efni sem gefið er út núna fyrir sjómannadaginn eru gamlar myndir af höfninni frá þeim tíma þegar hún var smekk full af bátum sem lágu í röðum utan á hvor öðrum, en á þessu eru einmitt ákveðin tímamót núna, því að […]

50 ár frá eldgosinu á Heimaey

gosmynd_220118_sigva_mynd_sigurg_j

– Eftir Fríðu Hrönn Halldórsdóttur Greinin hér að neðan er unnin úr heimildaritgerð sem Fríða Hrönn vann í áfanga í Háskólanum á Akureyri. 7 árum og 25 dögum eftir að eldgos hófst á Heimaey fæddist ég á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Ég er alin upp við “fyrir gos” og “eftir gos” í samfélaginu mínu og framan af […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.