Góð sala á sunnudagsmiðum

Mjög góð sala hefur verið að sunnudagspössum á Þjóðhátíð og er verið að prenta aukaupplag af miðum sem stendur, enn eru fáanlegar ferðir fram og til baka á sunnudeginum með Herjólfi inná vefsíðunni dalurinn.is. (meira…)

Spá sumarveðri í Herjólfsdal um helgina

Í síðustu viku sögðum við frá veðurspá norsku veðursíðunnar yr.no. Langtímaspá síðunnar var mjög góð og hefur síst versnað, sól og blíða verður á þjóðhátíð. Nú nær veðurspá Veðurstofu Íslands fram að laugardag og þar er sama sagan. Skýjað verður fram á fimmtudag en þá tekur sólin völdin eins langt og spáin nær. (meira…)

Breiðablik hafði betur

ÍBV mætti Blikum í dag í Pepsi-deild karla. Fyrir leikinn voru fimm stig sem aðskildu liðin en Blikar voru sæti ofar en ÍBV. Leikurinn byrjaði af miklum krafti. Eiður Aron Sigurbjörnsson kom ÍBV yfir eftir aðeins fjórar mínútur, þetta var hans fyrsta mark í Pepsi-deildinni í sumar. (meira…)

Fyrstu nautgripirnir til Eyja í 40 ár

Fyrstu nautgripirnir í ein fjörtíu ár, voru fluttir til Vestmannaeyja í dag. Ekki hafa verið nautgripir í Vestmannaeyjum síðan þann örlagaríkadag 23. janúar 1973, þegar nautgripum í Vestmannaeyjum var slátrað vegna eldsumbrotanna á Heimaey. Um er að ræða tvo nautkálfa sem svokallaðir Dallasbændur flytja til Eyja en jörðin Dallas er suður af Helgafelli. (meira…)

KFS í annað sætið

KFS skaust upp í annað sæti A-riðils með góðum sigri á Stokkseyri í gær. Lokatölur urðu 1:2 en gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma. Mörkin létu bíða eftir sér því KFS komst yfir með sjálfsmarki heimamanna á 74. mínútu og Guðmundur Geir Jónsson bætti svo við öðru marki Eyjamanna á 85. mínútu. KFS er nú með […]

Segja sig frá neyðarútköllum björgunarsveita

Eigendur Ribsafari í Vestmannaeyjum, og Gentle Giants á Húsavík, hafa sagt sig frá neyðarútköllum björgunarsveitanna. Þetta kemur fram á Vísi.is. Ribsafari hefur síðustu sólarhringa sinnt í það minnsta tveimur neyðarútköllum, fyrst þegar maður hrapaði í Brandi og síðan þegar þýsk skúta var í vélarvandræðum í gær. Auk þess sást annar bátur Ribsafari draga slöngubát Björgunarfélags […]

Skurðstofan lokuð í 6 vikur

Velferðin í forgang er eitthvað sem fólk hefur heyrt undanfarin ár, þegar þurft hefur að spara í ríkisrekstrinum. Hús íslenskra fræða á að byggja í Reykjavík fyrir nokkra milljarða króna, hækkað var framlag til reksturs á Hörpu og listamannalaun voru hækkuð svo nokkur „velferðarmál“ séu nefnd. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja segir að loka eigi […]

Mætum í bleiku bolunum

Í dag, laugardaginn, 27. júlí, verður Druslugangan haldin í annað sinn hér í Vestmanneyjum. Forvarnahópur ÍBV og fleiri hafa séð um að skipuleggja gönguna í ár en gengið verður úr Herjólfsdal kl. 14.00 og endað við Vinaminni í Báru­götu. Af þessu tilefni ræddu Eyjafréttir við þrjár konur sem taka þátt í skipulagningu göng­unnar, þær Drífu […]

Dregið hefur úr vexti hvað tekjur varðar. Hvað er framundan?

„Sumarið er tíminn, söng Bubbi á sinn angurværa máta. Það má svo sem til sannsvegar færa. Hjá mér er sumarið oft tíminn þar sem svigrúm myndast til að kafa ofan í forsendur í rekstri Vestmannaeyjabæjar sem miklu skipta en mæta því miður afgangi þegar álagið í kringum daglegan rekstur er mikið. “ (meira…)

Sala á þjóðhátíð gengur vel

Sala miða hefur gengið vel en þjóðhátíðin hefst eftir viku. Eins og undanfarin ár má búast við fjölmenni á hátíðina en í ár verður boðið upp á nýjung í sölu miða. „Við höldum áfram að gera út á sunnudaginn sérstaklega eins og verið hefur og hefur verið góð sala á sunnudagspössum. Það sem er nýtt […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.