Eyþór rauf skriflegt samkomulag

Eins og áður hefur komið fram hefur knattspyrnudeild ÍBV rift samningi við Eyþór Helga Birgisson en hann braut agareglur liðsins um síðustu helgi. Á sama tíma er Tryggvi Guðmundsson settur í ótímabundið bann fyrir brot á sömu reglum og þykir mörgum ósamræmi í meðhöndlun leikmannanna tveggja. Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV segir ástæðuna mjög […]

Talið að Herjólfur hafi flutt um tuttugu þúsund farþega

Flutningur þjóðhátíðargesta með farþegaferjunni Herjólfi gekk afar vel fyrir sig í ár en fjöldi fólks sigldi með skipinu á milli lands og Eyja í þjóðhátíðarvikunni. „Það er bara bros og gleði í Herjólfi,“ sagði Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri skipsins. „Þetta voru miklir flutningar en gengu gríðarvel fyrir sig og alveg áfallalaust,“ segir hann í samtali við […]

Baldock áfram hjá ÍBV

Enski miðjumaðurinn George Baldock mun ekki halda af landi brott í vikunni eins og upphaflega var áætlað, heldur mun hann spila með ÍBV út ágústmánuð. Þetta eru virkilega góð tíðindi fyrir ÍBV enda hefur þessi ungi leikmaður slegið í gegn í herbúðum ÍBV og verið einn sterkasti leikmaður liðsins í sumar. (meira…)

Frábær sigur á KR-ingum

Eyjamenn eru að komast á fullt í toppbaráttu Pepsídeildarinnar. Það gerð ÍBV með stórgóðum sigri í kvöld á KR en lokatölur urðu 2:0. Mörkin komu í sitthvorum hálfleiknum en Eyjamenn léku einum leikmanni fleiri í rúmar 80 mínútur eftir að markverði KR-inga var vikið af leikvelli. ÍBV var mun betri aðilinn í leiknum og KR-ingar […]

Samningi við Eyþór rift

Eyþór Helgi Birgisson er ekki lengur leikmaður ÍBV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV en þar segir að deildin hafi rift samningi sínum við leikmanninn. Eyþór Helgi braut agareglur liðsins í annað sinn, um síðustu helgi og hlýtur því þessi örlög. Þá hefur Tryggvi Guðmundsson, sem einnig braut agareglur liðsins, verið settur í […]

Tveir leikmenn ÍBV í agabanni í kvöld

Tveir leikmenn verða í agabanni gegn KR í kvöld. Þetta eru sóknarmennirnir Tryggvi Guðmundsson og Eyþór Helgi Birgisson. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV staðfesti þetta í viðtali í Boltanum á X-inu. „Þetta eru gífurleg vonbrigði. Ég ætlast til þess að menn fari eftir mínum reglum, sagði Magnús m.a. í þættinum. “ (meira…)

Ronan Keating kostaði um níu milljónir króna

Það kostaði þjóðhátíðarnefnd níu milljónir að fá Ronan Keating á þjóðhátíð. Þetta er fullyrt á vef DV en þeir Páll Scheving Ingvarsson og Tryggvi Már Sæmundsson, sem nú stíga til hliðar í þjóðhátíðarnefnd, rökstyðja ákvörðun sína í viðtali í Fréttum, sem kemur út á morgun, fimmtudag. (meira…)

Mæta KR í kvöld

Leikmenn karlaliðs ÍBV í knattspyrnu mæta í kvöld KR á heimavelli sínum, Hásteinsvelli. Leikur liðanna hefst klukkan 18:00 en liðin hafa tvívegis mæst áður í sumar, í deild og bikar og hafa KR-ingar unnið báða leikina. Þannig sigruðu KR-ingar á heimavelli sínum í deildinni 3:2 eftir að hafa fengið hvorki meira né minna en þrjár […]

Kubbur á Ísafirði bauð lægst í sorphirðu og sorpförgun í Eyjum

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyjabæjar, sem haldinn var í dag, var farið yfir tilboð í sorphirðu og sorpförgun í bænum. Eftirfarandi tilboð bárust: Tilboð í sorphirðu; Kubbur ehf. 20.883.484 kr. Íslenska Gámafélagið ehf. 25.450.000 kr. Tilboð í sorpförgun; Kubbur ehf. 53.383.300 kr. Kubbur ehf. (frávikstilboð 1) 49.889.300 kr. Kubbur ehf. (frávikstilboð 2) 39.550.000 kr. […]

Bar fram bónorðið í brekkunni

Það er vel þekkt að rómantíkin blómstrar á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Fjölmargir kyssa fyrsta kossinn, eignast fyrsta kærastann eða kærustuna eða hitta framtíðarmaka sinn í Dalnum. Í ár, eins og í fyrra reyndar, bar ungur maður upp bónorðið í brekkunni undir rauðum glampa 138 blysa og með 14 þúsund vitni. Í kjölfarið stígur svo Hreimur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.