Jólarásin í loftinu á fm 104,7

Nemendur í efstu bekkjum Grunnskóla Vestmannaeyja starfrækja útvarpsstöð í jólafríinu. Rúmlega tuttugu ár eru liðin frá því að þetta jólaútvarp Eyjamanna fór fyrst í loftið. Unglingarnir í frístundamiðstöðinni Rauðagerði í Vestmannaeyjum sjá um dagskrárgerðina undir handleiðslu reyndari útvarpsmanna. (meira…)
Fundur hjá Jötni á miðvikudag

Sjómenn Vestmannaeyjum. Almennur félagsfundur miðvikudaginn 30. desember kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu. Sjómenn fjölmennum og förum yfir málin. Léttar veitingar í fundarlok. Stjórn Jötuns (meira…)
ÍBV hafði betur gegn KFS

Knattspyrnulið ÍBV og KFS mættust tvívegis í gær í Íslandsmótinu í Futsal en leikirnir fóru fram í gamla sal íþróttamiðstöðvarinnar. Liðin leika saman í A-riðli ásamt Íslandsmeisturum úr Hvöt. Bæði lið höfðu tvívegis leikið gegn Hvöt, ÍBV vann báða leikina örugglega en KFS vann einn og tapaði hinum. Því var um að ræða úrslitaleiki um […]
Jólahelgin fór ágætlega fram

Jólahelgin fór ágætlega fram og engin alvarleg mál sem komu inn á borð lögreglu. Lögreglan þuftir að hafa afskipti af fólki í heimahúsum vegna kvartana um hávaða en annars fór allt sómasamlega fram. Eitthvað var um pústra við skemmtistaði bæjarins en engar kærur liggja fyrir og ekki um alvarlega áverka að ræða. (meira…)
Hermann var fyrirliði

Hermann Hreiðarsson bar fyrirliðabandið hjá Portsmouth síðustu 15 mínúturnar í botnslag liðsins gegn West Ham á Upton Park á laugardaginn. Hann tók við bandinu þegar fyrirliðinn Michael Brown fór af velli. Hermann stóð fyrir sínu í leiknum en West Ham vann dýrmætan sigur, 2:0, og skildi Portsmouth eftir eitt á botninum. (meira…)
Fagnaði 50 ára starfsafmæli á starfslokunum

Ágúst Pálmar Óskarsson, á 50 ára starfsafmæli hjá Slökkviliði Vestmannaeyja. Á sama tíma lætur hann af störfum en Ágúst fagnaði fyrr í þessum mánuði 70 ára afmæli sínu. Ágúst hefur til þessa starfað undir fimm slökkvistjórum hjá SV en hann var formlega tekinn inn í liðið 1959. Hann var heiðraður á laugardaginn og fékk breskan […]
Gáfu andvirði yfir 20 einbýlishúsa til að koma Sjúkrahúsinu af stað

Í síðustu viku minntust Lionsmenn í Vestmannaeyjum þess að 35 ár eru liðin síðan Lionshreyfingin í Evrópu og Alþjóðahjálparsjóður Lions afhenti allt innanstokks í Sjúkrahús Vestmannaeyja sem stóð autt og án allra tækja eftir jarðeldana 1973. Var gjöfin metin að andvirði um 20 einbýlishúsa og bættu Lionsmenn um betur í síðustu viku og færðu Sjúkrahúsinu […]
Náði mjög góðum tíma í New York maraþoninu

Þegar Steingrímur Benediktsson, gullsmiður, og Jóhanna Magnúsdóttir, kona hans, heimsóttu dótturina Hrefnu, sem býr í New York, fyrir skömmu hafði hún skráð þau í þakkargjörðarhlaupið sem er átta km. Bæði stunda þau líkamsrækt og hlaup og segir Steingrímur að það hafi verið skemmtileg tilbreyting að hlaupa við öðru vísi aðstæður en þau eru vön hér […]
�?restir flúðu jólakulda inn í búð

Tveir þrestir flögruðu inn í matvöruverslun Krónunnar í Vestmannaeyjum síðdegis. Fuglarnir sýndu ekkert fararsnið á sér, þeir flugu á milli vöruhillna og reyndu að kroppa í góðgæti. Starfsmenn Krónunnar gerðu hvað þeir gátu til að koma fuglunum út. En jafnharðan og starfsmaður hafði stigið upp í vinnutröppur til að reyna að koma hönd á fuglana […]
Búhamar 31 Jólahúsið í ár

Árlega hafa Lionsmenn í Vestmannaeyjum valið jólahúsið í Vestmannaeyjum en það er það hús sem þykir hafa fallegustu jólaskreytinguna. Í ár komu verðlaunin í hlut íbúa á Búhamri 31 en þar búa hjónin Óttar Gunnlaugsson og Nanna Dröfn Sigurfinnsdóttir ásamt börnum sínum. Hitaveita Suðurnesja tekur þátt í uppátækinu og gefur verðlaun. (meira…)