Jólastemmning á �?orláksmessu

Það hefur heldur betur ræst úr veðrinu en Þorláksmessudagurinn byrjaði ekki vel, hríð og erfið færð. En eftir því sem liðið hefur á daginn hefur veðrinu slotað og nú síðdegis er komið prýðisgott veður. Það má því búast við að það verði sannkölluð jólastemmning í miðbænum í kvöld en verslanir eru allar opnar til klukkan […]
�?thlutað úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja

Árleg úthlutun úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja, sem stofnaður var til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson fyrrverandi sparisjóðsstjóra, fór fram í fundarsal Sparisjóðsins á Þorláksmessu, þann 23. desember 2009. Þetta er í tuttugasta og annað skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum, en fyrsta úthlutunin var á Þorláksmessu árið 1988. Að þessu sinni hlutu viðurkenningar […]
Furðulegt mat Fréttablaðsins – sumir fá blaðið frítt aðrir eiga að borga fyrir það

Flott hjá Eyjamönnum að neita að selja Fréttablaðið. Auðvitað gengur það ekki að blað sem gefur sig út fyrir að vera fríblað skuli selt hluta landsmanna. Það er furðulegt mat Fréttablaðsins að flokka þjóðina svona. Ekki slá þeir höndinni á móti auglýsingum, sem væntanlega eiga að höfða alveg eins til landsbyggðarinnar. (meira…)
Sterkur Sparisjóður �?? sterkt byggðarlag

Mig langar að koma örfáum athugasemdum að hér í tilefni af skrifum Stefáns Sigurjónssonar um málefni Sparisjóðs Vestmannaeyja. 1. Svör mín við spurningum hér í blaðinu á dögunum voru byggð á staðreyndum. Ég taldi þá og tel enn að ég hafi svarað því með heiðarlegum hætti. (meira…)
�?yngdardreifing nýrri skipa öðruvísi

Endurbygging upptökumannvirkja við Vestmannaeyjahöfn er nú hafin en stórvirkar vinnuvélar byrjuðu að hreinsa upp gömlu lyftuna í vikunni. Ákveðið hafði verið að fara svokallaða leið 2 í endurbyggingunni en á dögunum var horfið frá því og ákveðið að fara leið 3 þar sem í ljós kom að leið 2 var ekki fullnægjandi miðað við þær […]
Ekki eins erfitt og ég reiknaði með

Sæbjörg Snædal Logadóttir hljóp 100 kílómetra á bretti í líkamsræktarstöðinni Hressó á mánudag. Sæbjörg hóf hlaupið klukkan 08.00 um morguninn og lauk því klukkan 19.00. Sæbjörg er fyrsta konan á Íslandi til að hlaupa 100 kílómetra á einum degi en hún hljóp um tíu kílómetra á 50 mínútum og hvíldi í 10 mínútur. Sæbjörg fékk […]
Eyjamenn vilja ekki Fréttablaðið

Ekki hefur verið hægt að nálgast Fréttablaðið undanfarið í Eyjum. Útgefendur blaðsins ákváðu á dögunum að selja blaðið gegn vægu gjaldi í Vestmannaeyjum, sem og öðrum stöðum á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, helstu nágrannabæjarfélögum og Akureyri. Þannig er blaðinu dreift frítt á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn en um leið og blaðið fer inn í […]
Niðurskurður í ríkisstofnunum

Fjárlög voru samþykkt á alþingi í dag. Í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar kemur skýrt fram að margar af þeim niðurskurðaraðgerðum, sem fyrirhugaðar voru, hafa verið felldar burt. Þannig hækkar framlag til barnabóta og vaxtabóta, en lækkar ekki eins og fyrri tillögur fjárlaganefndar gerðu ráð fyrir. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hækkar til að koma til móts við hækkun tryggingargjalds […]
Búið að útbúa myndband um �?rettándann

Eins og allir í Vestmannaeyjum vita er hvergi í heiminum haldin glæsilegri Þrettándahátíð en í Eyjum. ÍBV-íþróttafélag hefur undanfarin ár séð um hátíðina og tóku við af Knattspyrnufélagin Tý, sem byrjaði snemma á síðustu öld að halda Þrettándagleði. Nú ætlar ÍBV, í samstarfi við Vestmannaeyjabæ að gera hátíðina enn veglegri. Einn þáttur i því er […]
Ein líkamsárás kærð eftir helgina

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni en aðfaranótt 16. desember var lögerglu tilkynnt um líkamsárás á veitingastaðnum Lundanum. Þarna höfðu tveir menn ráðist á þann þriðja sem kom alblóðugur út frá þessum átökum. Árásarmennirnir voru handteknir og fengu að gista fangageymslu þar til víman var runnin af þeim. Ekki reyndust áverkar fórnarlambsins alvarlegir […]