Jólastemmning á �?orláksmessu

Það hefur heldur betur ræst úr veðrinu en Þorláksmessudagurinn byrjaði ekki vel, hríð og erfið færð. En eftir því sem liðið hefur á daginn hefur veðrinu slotað og nú síðdegis er komið prýðisgott veður. Það má því búast við að það verði sannkölluð jólastemmning í miðbænum í kvöld en verslanir eru allar opnar til klukkan […]

�?thlutað úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja

Árleg úthlutun úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja, sem stofnaður var til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson fyrrverandi sparisjóðsstjóra, fór fram í fundarsal Sparisjóðsins á Þorláksmessu, þann 23. desember 2009. Þetta er í tuttugasta og annað skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum, en fyrsta úthlutunin var á Þorláksmessu árið 1988. Að þessu sinni hlutu viðurkenningar […]

Sterkur Sparisjóður �?? sterkt byggðarlag

Mig langar að koma örfáum athugasemdum að hér í tilefni af skrifum Stefáns Sigurjónssonar um málefni Sparisjóðs Vestmannaeyja. 1. Svör mín við spurningum hér í blaðinu á dögunum voru byggð á staðreyndum. Ég taldi þá og tel enn að ég hafi svarað því með heiðarlegum hætti. (meira…)

�?yngdardreifing nýrri skipa öðruvísi

Endurbygging upptökumann­virkja við Vestmannaeyjahöfn er nú hafin en stórvirkar vinnuvélar byrjuðu að hreinsa upp gömlu lyftuna í vikunni. Ákveðið hafði verið að fara svokallaða leið 2 í endurbygging­unni en á dögunum var horfið frá því og ákveðið að fara leið 3 þar sem í ljós kom að leið 2 var ekki fullnægjandi miðað við þær […]

Ekki eins erfitt og ég reiknaði með

Sæbjörg Snædal Logadóttir hljóp 100 kílómetra á bretti í líkams­ræktarstöðinni Hressó á mánudag. Sæbjörg hóf hlaupið klukkan 08.00 um morguninn og lauk því klukkan 19.00. Sæbjörg er fyrsta konan á Íslandi til að hlaupa 100 kílómetra á einum degi en hún hljóp um tíu kílómetra á 50 mínútum og hvíldi í 10 mínútur. Sæbjörg fékk […]

Eyjamenn vilja ekki Fréttablaðið

Ekki hefur verið hægt að nálgast Fréttablaðið undanfarið í Eyjum. Útgefendur blaðsins ákváðu á dögunum að selja blaðið gegn vægu gjaldi í Vestmannaeyjum, sem og öðrum stöðum á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, helstu nágrannabæjarfélögum og Akureyri. Þannig er blaðinu dreift frítt á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn en um leið og blaðið fer inn í […]

Niðurskurður í ríkisstofnunum

Fjárlög voru samþykkt á alþingi í dag. Í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar kemur skýrt fram að margar af þeim niðurskurðaraðgerðum, sem fyrir­hugaðar voru, hafa verið felldar burt. Þannig hækkar framlag til barna­bóta og vaxtabóta, en lækkar ekki eins og fyrri tillögur fjárlaga­nefndar gerðu ráð fyrir. Jöfnunar­sjóður sveitarfél­aga hækkar til að koma til móts við hækkun trygg­ingargjalds […]

Búið að útbúa myndband um �?rettándann

Eins og allir í Vestmannaeyjum vita er hvergi í heiminum haldin glæsilegri Þrettándahátíð en í Eyjum. ÍBV-íþróttafélag hefur undanfarin ár séð um hátíðina og tóku við af Knattspyrnufélagin Tý, sem byrjaði snemma á síðustu öld að halda Þrettándagleði. Nú ætlar ÍBV, í samstarfi við Vestmannaeyjabæ að gera hátíðina enn veglegri. Einn þáttur i því er […]

Ein líkamsárás kærð eftir helgina

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni en aðfaranótt 16. desember var lögerglu tilkynnt um líkamsárás á veitingastaðnum Lundanum. Þarna höfðu tveir menn ráðist á þann þriðja sem kom alblóðugur út frá þessum átökum. Árásarmennirnir voru handteknir og fengu að gista fangageymslu þar til víman var runnin af þeim. Ekki reyndust áverkar fórnarlambsins alvarlegir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.