Reading og Esbjerg hafa komist að samkomulagi

Enska B-deildarliðið Reading og Esbjerg frá Danmörku hafa komist að samkomulagi um að Gunnar Heiðar Þorvaldsson fari á láni til Reading frá og með næstu áramótum. Þetta staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Gunnars Heiðars, í samtali við Vísi í dag. Hann segir að nú standi yfir samningaviðræður milli Gunnars Heiðars og Reading. (meira…)

Stórsigur hjá stelpunum um helgina

Eyjastúlkur unnu stórsigur í 2. deildinni um helgina þegar stelpurnar sóttu HK heim. Lokatölur urðu 25:38 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10:20. Þetta var jafnframt síðasti leikur ÍBV á þessu ári og ekki hægt að enda á betri nótum en með sannfærandi útisigri. Guðbjörg Guðmannsdóttir var markahæst hjá ÍBV og skoraði átta. (meira…)

Hermann í liði vikunnar hjá BBC, Eurosport og Soccernet

Hermann Hreiðarsson, vinstri bakvörður Portsmouth, er í liði vikunnar hjá BBC, Eurosport og Soccernet eftir frammistöðu sína gegn Burnley um helgina. BBC og Soccernet velja sín eigin lið en hjá Soccernet er farið eftir meðaleinkunn hjá ensku dagblöðunum The Sun, Daily Star, Daily Mirror, Daily Mail, The Times og Guardian. Hermann var með 7,3 í […]

Hvað sjómenn hafa gert þessu fólki er mér óskiljanlegt.

Í greinargerð fjármálaráðuneytis með hinu nýja frumvarpi um sjómannaafsláttinn, segir: ,,Sjómannaafsláttur hefur lengi verið umdeildur og gagnrýni á hann hefur aukist á undanförnum árum af ýmsum ástæðum”. Ég mótmæli þessu harðlega og held því reyndar fram að þessi ,,gagnrýni” komi úr einni átt og frá mjög fámennum hópi. Þessi hópur heldur til í 101 hverfinu […]

Samgönguráðherra svarar ekki bæjarstjóra

Bæjarstjóra Vestmannaeyja, Elliða Vignissyni gengur illa að fá svör frá Samgönguráðuneytinu varðandi fækkun ferða. Elliði sendi fyrirspurn á ráðuneytið 3. desember og ítrekaði sendinguna nú, fjórum dögum síðar enda hefur ekkert svar borist enn. Samkvæmt póstinum, sem einnig var sendur á alla þingmenn kjördæmisins, þá er þetta í þriðja sinn sem ráðuneytið svarar ekki fyrirspurn […]

Íbúum Vestmannaeyja fjölgað um 53 á einu ári

Samkvæmt upplýsingum frá Áka Heinz Haraldssyni, manntalsfræðingi Vestmannaeyjabæjar, var íbúafjöldi Vestmannaeyja 1. desember síðastliðinn samtals 4.143. Er það fjölgun um 53 íbúa frá 1. desember 2008, en þá voru þeir 4.090. (meira…)

Tvo daga í viku væri okkur bannað að aka Reykjanesbrautina

Alveg er það með ólíkindum hvernig stjórnvöld láta sér alltaf detta í hug að skerða þjónustana við landsbyggðina. Vestmannaeyingar hafa barist áratugum saman fyrir því að fá bættar samgöngur milli lands og Eyja. Furðulegt er að nú skuli aðilum detta í hug að skerða þjónustuna í siglingum milli lands og Eyja. Það gengur ekki annað […]

Eyjamenn úr leik í bikarnum

Karlalið ÍBV í körfuknattleik er úr leik í Subwaybikarkeppninni en liðið lék gegn úrvalsdeildarliði Breiðabliks á útivelli um helgina í 16 liða úrslitum keppninnar. Eins og við var að búast var sigur Blika öruggur en lokatölur urðu 102:58. Staðan í hálfleik var 48:33. (meira…)

Stöndum saman um fullveldi Íslands

Í sumar samþykkti Alþingi, með naumum meirihluta, að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Nú er hafið langt og kostnaðarsamt umsóknarferli sem mun að öllum líkindum enda með þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem tekin verður afstaða til þess hvort Ísland gangi í ESB. Heimssýn eru þverpólitísk samtök sem taka afstöðu gegn aðild Íslands að ESB og telja […]

Eyjamenn lögðu ÍR-inga að velli

Karlalið ÍBV vann mikilvægan sigur á útivelli í gær gegn ÍR en lokatölur urðu 27:29 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12:18. Með sigrinum eykst bilið milli liðanna en ÍBV er í fjórða sæti með átta stig og ÍR í því fimmta með sex. Afturelding er hins vegar í efsta sæti með 13 stig, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.