Getum ekki kvartað þó biðstaða sé í bili

Fasteignasala í Vestmannaeyjum hefur verið nokkuð stöðug undanfarið og þvert á það sem er að gerast víðast annars staðar á landinu. Tvö ný fjölbýlishús í háum gæðaflokki hafa komið inn á markaðinn undanfarin misseri og eru íbúðir í þeim nánast allar seldar. Í flestum tilfellum er fólk að minnka við sig og eru kaupin háð […]
Hreint rugl og býður upp á ofveiði

„Þetta er bara hreint rugl,“ sagði Bergvin Oddson á Glófaxa um skötuselsfrumvarp ráðherra, og það er þungt í honum þegar hann var spurður út í breytingarnar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Ég hef mestar áhyggjur af þessari viðbót, ég veit að stofninn þolir þetta ekki. Ég hafði samband við starfsmann Hafrannsóknastofnunar og hann segir þetta algjört brjálæði. Norðmenn […]
Bikarveisla í Eyjum á morgun

Á morgun, laugardag verður bikarveisla í Íþróttamiðstöðinni þegar karla- og kvennalið spila í 16 liða úrslitum. Og það sem meira er, bæði liðin taka á móti Fram en karla- og kvennalið Safamýrarliðsins spila í úrvalsdeild á meðan lið ÍBV eru deild neðar. Það verður því fróðlegt að sjá hvar lið ÍBV standa gagnvart úrvalsdeildarliðunum. (meira…)
�?orskurinn aldrei verið sterkari

Þorskárgangurinn frá 2008 mældist sá sterkasti frá upphafi stofnmælinga að hausti í haustralli Hafrannsóknastofn unarinnar, sem fram fór í 14. sinn í lok september. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, segir þetta í samræmi við væntingar stofnunarinnar. (meira…)
Siglt með slasaðan sjómann til hafnar

Frystitogarinn Hrafn Sigurbjörnsson frá Grindavík kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi með slasaðan sjómann. Skipið hafði fengið á sig brotsjó og einn skipverjanna féll við það og meiddist á baki. Því var ákveðið að sigla til Vestmannaeyja og færa manninn undir læknishendur og taka nýjan skipverja um borð. (meira…)
Gengið til samninga við Vilhjálm um akstur aldraðra og fatlaðra

Vilhjálmur Bergsteinsson var með lægsta tilboðið í akstur á vegum fjölskylduráðs, með aldraða og fatlaða í Vestmannaeyjum. Alls bárust fimm tilboð, hæsta tilboðið var upp á tæpa 21 milljón en það lægsta upp á 8,7 milljónir. Tilboðin má lesa hér að neðan en þau miðuðust öll við 12 mánaða tímabil. Stefnt er að því að […]
Ráðherra setur Eyjamenn skör lægra

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða þar sem gert er ráð fyrir 2000 lestum af skötusel án þess að þeim verði úthlutað á grundvelli aflahlutdeilda í tegundinni á þessu og næsta fiskveiðiári. Áður hafði ráðherra skert veiðiheimildir í skötusel um 500 tonn á þessu ári. Gert er […]
Vara við einelti í gegnum Facebook

Að gefnu tilefni viljum við vekja athygli á að á morgun, föstudaginn 20. nóvember, hefur verið boðaður svokallaður Kick a ginger day” á Facebook. Í því felst að sparka megi í þá sem rauðhærðir eru og er fólk beinlínis hvatt til þess. Heimili og skóli og framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar á Íslandi telja að með þessu háttalagi […]
Tel afspyrnuslakt að formaður �?V skuli ekki vera meira inn í málunum en þetta

Grétar Mar Jónsson, fyrrum alþingismaður og nú útgerðarmaður í Grindavík er ekki sáttur við orð Þórðar Rafns Sigurðssonar, formanns Útvegsbændafélags Vestmannaeyja en Þórður Rafn segir í grein í Fréttum að hugmyndir að breytingum í fiskveiðistjórnun sé klæðskerasaumuð fyrir Grétar Mar sem nýlega keypti sér bát. Þórður Rafn segir Frjálslynda flokkinn vaða uppi með Guðjón A. […]
Áhersla lögð á að verja grunnþjónustu á heilsugæslunni

Heilbrigðisstofnuninni Vestmannaeyjum er gert að skera niður rekstrarkostnað um 10 prósent á þessu ári og 5 prósent á næsta. Gripið var til þess að loka skurðstofunni tímabundið sl. sumar og starfshlutfall hjá starfsfólki var lækkað um 5 prósent. Þetta kom fram á starfsmannafundi sem framkvæmdastjóri hélt í síðustu viku til að skýra starfsfólki frá stöðu […]